Í tilefni Sænskra daga og Mærudaga efnir sóknarprestur til Pílagrímagöngu miðvikudaginn 22. júlí kl. 17 frá Húsavíkurkirkju. Botnsvatnshringurinn verður farinn með viðkomu á nokkrum stöðum. Pílagrímar eru beðnir að koma með nesti og ,,nýja skó” og vera klæddir við hæfi. Tíl stóð að fara upp á fjall en veðurspáin er þess eðlis að hyggilegast er að fara þennan hring að þessu sinni. Í upphafi ferðar gerir sóknarprestur grein fyrir tilhögun göngunnar og flytur ritningarorð og bænarorð.