Passíusálmarnir lesnir í heild sinni á Föstudaginn langa

Deildu þessu:

Á Föstudaginn langa verða Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í held sinni frá kl. 13 í kirkjunni af sóknarbörnum og sóknarpresti. Tónlist verður leikin af geisladiski eftir fimmta hvern sálm. Sóknarbörn eru hvött til að leggja leið sína í kirkjuna, staldra við og hlýða á lesturinn um stund. Gestabók liggur frammi í andyri sem gestir eru beðnir að rita nöfn sín í.

Passíusálmarnir hafa verið lesnir í kirkjunni á Föstudaginn langa um nokkurra ára skeið. Þeir sem tekið hafa þátt í lestrinum sækjast eftir því að fá að gera það reglulega enda eru sálmarnir dýrt kveðnir og hafa mikinn boðskap að flytja sem hafa áhrif á sál og sinni.