Páskavakan í kvöld kl. 23.30

Deildu þessu:

Páskavakan verður í kvöld kl. 23.30.  Foreldrar fermingarbarna lesa ritningargreinar. Páskaljósið berst til kirkjugesta sem gefst kostur á því að minnast skírnar sinnar með því að fá yfir sig vatnskross. Kirkjugestum gefst kostur á að smakka páskalamb. Allir fá páskaegg í kirkjudyrum.  Á morgun Páskadag verður síðan sungin messa kl. 11 árdegis í kirkjunni. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Fjölmennum. Gleðilega Páska.