Páskavaka á aðfangadagskvöld Páska, 11. apríl.

Deildu þessu:

Á aðfangadagskvöld Páska, laugardagskvöldið 11. apríl kl. 23.30 verður haldin Páskavaka í Húsavíkurkirkju en hefð hefur nú skapast fyrir henni. Um er að ræða áhrifaríka stund í kirkjunni í aðdraganda Páskadags sem fermingarbörn og foreldrar þeirra hafa sameinast um að gera sem áhrifaríkasta ásamt organista og Kirkjukór Húsavíkur.

Vakan hefst í rökkvaðri kirkjunni á lestri ritningargreina úr gamla og nýja textameninu sem lýkur á sjö orðum Krists á krossinum. Síðan er páskaguðspjallið lesið og páskaljósið berst til kirkjugesta. Að því loknu gefst kirkjugestum kostur á því að minnast skírnar sinnar á áhrifaríkan hátt. Í lok vökunnar býður Norðlenska upp á smökkun á Páskalambi og allir fá páskaegg í kirkjudyrum. Þetta er barnvæn stund. Sóknarbörn eru hvött til að fjölmenna og taka með sér gesti.