Húsavíkurkirkja

 

Haraldur Guðmundsson er látinn

Haraldur Guðmundsson Ásgarðsvegi 11 lést 19. júlí. Útför hans var gerð frá Húsavíkurkirkju 26. júlí.

, 15/9 2007

Sverrir Jónsson er látinn

Sverrir Jónsson, Dvalarh. Hvammi lést 6 ágúst.

, 15/9 2007

Katla María skírð

Katla María Guðnadóttir var skírð 12. júlí að Stórhóli 25, Húsavík. Foreldrar hennar eru Rannveig Þórðardóttir og Guðni Bragason. Skírnarvottar: Guðrún Svavarsdóttir og Anna María Þórðardóttir.

, 18/8 2007

Vésteinn Arnþór skírður

Vésteinn Arnþór Garðarsson var skírður laugardaginn 18. ágúst í Húsavíkurkirkju. Foreldrar hans eru Anna María Hjálmarsdóttir og Garðar Freyr Vésteinsson, Eyrarlandsvegi 12, 600 Akureyri. Skírnarvottar: Barbara Arna Hjálmarsdóttir, Trausti Már Ingólfsson og Steingrímur Vésteinsson.

, 18/8 2007

Jenný Birna skírð

Jenný Birna Þórisdóttir var skírð í Húsavíkurkirkju laugardaginn 18. ágúst. Foreldrar hennar eru Líney Helga Björnsdóttir og Þórir Örn Gunnarsson, Stóragarði 4, Húsavík. Skírnarvottar: Kristín Elfa Björnsdóttir og Hrefna Regína Gunnarsdóttir.

, 18/8 2007

Minningargjöf til Húsavíkurkirkju

Verkið lofar meistarannHúsavíkurkirkju barst höfðingleg gjöf frá Erni Ár. Jónssyni tannlækni í Borgarnesi sem er líkan af kirkjunni í hlutföllunum 1 á móti 50. Gjöfinni fylgir svohljóðandi áletrun: “Húsavíkurkirkja 100 ára Gert og gefið til minningar um Fanneyju Daníelsdóttur og Jón H Jakobsson”.

Lesa áfram …

, 17/8 2007

Hinrik Árni skírður

Hinrík Árni var skírður í Húsavíkurkirkju 8. júlí. Foreldrar hans eru Elsa Þóra Árnadóttir Schiöth og Kristinn Wium, Laufríma 16, Reykjavík. Skírnarvottar: Árni Grétar Árnason, Sigurður Árnason og Fannar Freyr Kristinsson.

, 10/7 2007

Berta María og Ragnar í hjónaband

Berta María Hreinsdóttir og Ragnar Hermannsson, Állfaborgum 17, Reykjavík voru gefin saman í hjónaband í Húsavíkurkirkju 7. júlí. Svaramenn: Hermann Ragnarsson og Hreinn Einarsson.

, 7/7 2007

Kolbeinn Óli skírður

Kolbeinn Óli var skírður laugardaginn 7. júlí að Steinagerði 1. Foreldrar hans eru Berglind Júlíusdóttir og Haraldur Reinharðsson, Grundargarði 6. Skírnarvottar: María Rebekka Kristjánsdóttir og Júlíus Guðni Bessason.

, 7/7 2007

Gjafir til Bjarnahúss

Afkomendur Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Ásgeirsdóttur komu saman til ættarmóts á Húsavík og nágrenni um mánaðarmótin. Að morgni laugardags komu þeir saman í kirkjunni til minningarstundar þar sem sr. Halldór Gunnarsson í Holti flutti tölu og afkomendur sungu sálma við undirleik Björns Leifssonar organista á Kópaskeri. Að því loknu skoðuðu þeir Bjarnahús og nágrenni undir leiðsögn Sigurjóns Jóhannessonar. Sunnudaginn 1. júlí var sungin messa í kirkjunni þar sem sr. Halldór prédikaði og sr. Kristján Björnsson þjónaði fyrir altari en hann er mægður inn í ættina. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn Björns Leifssonar. Í lok messu brá til mikilla tíðinda en þá bárust Bjarnahúsi veglegar gjafir en eins og kunnugt fær söfnuðurinn húsið til afnota 1. september n.k. Fyrst skal telja einnar milljóna króna gjöf frá hjónunum Baldri Bjarnasyni og Þóreyju Önundardóttur. Síðan skal getið hundrað þúsund króna framlags frá Bryndísi Bjarnadóttur til kaupa á hljóðfæri í húsið. Dóttir Bryndísar afhenti gjöfina fyrir hönd móður sinnar sem var fjarstödd. Sóknarprestur veitti höfðinglegu gjöfunum viðtöku fyrir hönd safnaðarins og bað Guð að blessa glaða gefendur. Síðan leysti hann gefendur út með blómvendi og gjöfum

, 4/7 2007

Húsavíkurkirkja er opin flesta daga frá kl. 9.00-16.00 yfir sumartímann. Velkomið er að heyra í kirkjuverði til að athuga með að skoða kirkjuna á öðrum tímum. Sími hans er 8611351

Sóknarprestur: Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Sími á skrifstofu er 464 1317, viðtalstímar eru þri- fimmt. kl. 10.00-12.00. Sóknarprestur er í fríi á mánudögum og skrifstofan er þá lokuð. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið sera.halla@gmail.com Ef erindið þolir enga bið, hringið þá í 8207275

Kirkjuvörður og meðhjálpari: Guðbergur Ægisson. GSM 8611351- netfang: spreki@simnet.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS