Húsavíkurkirkja

 

Sören Einarsson er látinn

Sören Einarsson, Hvammi, lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur í nótt. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 1. nóvember kl. 14.

Sighvatur Karlsson, 22/10 2007

Ný Biblíuútgáfa afhent Húsavíkurkirkju í guðsþjónustu sunnudagsins

Afhending_nýju_BiblíuþýðingarinnarNýja Biblíuútgáfan var afhent Húsavíkurkirkju við hátíðlega athöfn í upphafi messu sunnudaginn 21. október. Kertaberar voru Jóney Ósk Sigurjónsdóttir og Helga Gunnarsdóttir. Heiðdís Hafþórsdóttir hélt á nýju Biblíunni. sr. Sighvatur Karlsson sóknarprestur flutti bænarorð og las úr Biblíunni sem hann gaf kirkjunni ásamt fjölskyldu sinni í tilefni aldarafmælis kirkjunnar 2. júní s.l.

Lesa áfram …

Sighvatur Karlsson, 21/10 2007

Ný Biblíuútgáfa afhent söfnuðinum

Ný Biblíuútgáfa verður afhent söfnuðinum við hátíðlega athöfn í messu n.k. sunnudag 21. október kl. 14. Biblían er gjöf prestsfjölskyldunnar til kirkjunnar í tilefni af aldarafmæli hennar í ár. Um viðburð er að ræða vegna þess að þýðing biblíunnar hefur staðið yfir undanfarna áratugi af frummálinu og fjöldi einstaklinga hefur komið að þýðingarvinnunni. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Sóknarbörn eru hvött til þess að fjölmenna og taka með sér gesti.

Sighvatur Karlsson, 16/10 2007

Gospelmessa á sunnudagskvöld

Fyrsta gospelmessa vetrarins verður í Húsavíkurkirkju n.k. sunndagskvöld 14.október kl. 20. Stjórnandi er Guðni Bragason. Í boði verður lofgjörð, hugleiðing og bænagjörð. Hvernig væri að kíkja í gospelmessu og hlýða á fallegan gospelsöng á Drottins degi? Þú ert velkomin/n

Sighvatur Karlsson, 11/10 2007

Guðmundur.G. Halldórsson er látinn

Guðmundur G. Halldórsson, Hvammi lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 3.október. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 13. október kl. 14.

Sighvatur Karlsson, 3/10 2007

Fermingarstörfin að hefjast

Marta hlýðir á JesúFermingarárgangur vetrarins telur um 40 börn. Að venju var efnt til fermingarbúða að Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn síðla ágústmánaðar þar sem börnin dvöldu í tæplega tvo sólarhringa. Börnin sóttu síðan messu s.l. sunnudag ásamt foreldrum sínum. Að aflokinni messu bauð sóknarnefnd þeim upp á veitingar á veitingahúsinu Sölku þar sem fermingarstörfin voru kynnt og fermingardagar vorsins ákveðnir. Í messunni vöktu börnin athygli kirkjugesta fyrir það hversu hljóð og stillt þau voru er þau hlýddu á ræðuna.

Sighvatur Karlsson, 29/9 2007

Aron Bjarki skírður

Aron Bjarki var skírður laugardaginn 29. september að Sólvöllum 1. Foreldrar hans eru Sylvía Rún Hallgrímsdóttir og Kristján Friðrik Sigurðsson, Hjarðarhóli 1 Húsavík. Skírnarvottar: Auður Hallgrímsdóttir og Hallgrímur Hallsson.

Sighvatur Karlsson, 29/9 2007

Yulia og Eyja Alexandra skírðar

Mæðgurnar Yulia Gogacheva og Eyja Alexandra, Grundargarði 5 voru skírðar í Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 27. september. Skírnarvottar: Tryggvi Jóhannsson og Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson.

Sighvatur Karlsson, 27/9 2007

Mæðgur skírðar í Húsavíkurkirkju

Mæðgur skírðarÞað er ekki á hverjum degi sem mæðgur eru skírðar í sömu athöfninni. Í dag voru mæðgurnar Yulia Gogacheva og Eyja Alexandra skírðar í Húsavíkurkirkju. Eiginmaður Yuliu er Óskar Jóhannsson. Fjölskyldan er búsett að Grundargarði 5 á Húsavík. .

Lesa áfram …

Sighvatur Karlsson, 27/9 2007

Kirkjuheimsókn úr Borgarhólsskóla

Kirkjuheimsókn úr BorgarhólsskólaÞau Ágúst, Valur, Þórdís Ása og Jana Björg úr 5.bekk, 6. stofu lögðu leið sína í Húsavíkurkirkju í morgun til þess að leggja nokkrar spurningar fyrir sóknarprestinn.Merkilega og forvitnilega hluti bar fyrir augu og börnin spurðu prestinn um allt milli himins og jarðar. Hann sagði þeim hvað þeir heita og til hvers þeir eru notaðir.

Lesa áfram …

Sighvatur Karlsson, 27/9 2007

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS