Húsavíkurkirkja

 

Kjartan Gauti skírður

Kjartan Gauti Róbertsson var skírður laugardaginn 9. júní að heimili sínu. Foreldrar hans eru Selma Kristjánsdóttir og Róbert Gíslason, Miðgarði 1, Húsavík. Skírnarvottar: Hildur Kristjánsdóttir og Salvör Rafnsdóttir

Sighvatur Karlsson, 11/6 2007

Fögnum og verum glöð

Við höfum sannarlega ástæðu til þess að fagna og vera glöð að afloknum hátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis Húsavíkurkirkju. Stórbrotnir listamenn, styrkþegar Friðrikssjóðs lögðu sitt á vogarskálina til að gera hátíðina ógleymanlega þeim sem hana sóttu með frábærum tónlistarflutningi sínum og skemmtilegu viðmóti. Friðrikssjóður hefur svo sannarlega sannað gildi sitt. Það var haft á orði hversu skýrmæltir fyrrum þjónandi prestar voru er þeir lásu ritningarlestrana í afmælismessunni og að ungir prestar gætu mikið af þeim lært. Kórar kirkjunnar vöktu athygli fyrir fallegan söng, Sigurjón Jóhannesson fyrir mjög áhugavert erindi um sögu kirkjunnar. Kirkjusögusýningin í Safnahúsinu kitlar skynfærin, myndirnar og textarnir vekja forvitni lesandans. Gamla skírnarskálin með rendum tréfæti úr gömlu kirkjunni vekur athygli, áletraða spjaldið sem var þar yfir kórdyrum einnig. Vert er að vekja athygli á því að sýningin stendur yfir í Safnahúsinu til 17. júní. Hátíðarkvöldverðurinn var ógleymanlegur þeim boðsgestum sem hann sóttu. Kirkjunni voru gefnar margar góðar gjafir sem síðar verður greint frá en sóknarprestur gerði grein fyrir þeim og bað góðan Guð að blessa glaða gefendur.Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp í kvöldverðarboðinu þar sem hann fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þakkaði húsvíkingum fyrir að hafa gætt þjóðardýrgripsins, Húsavíkurkirkju í heila öld. Það kom mér skemmtilega á óvart í messu sjómannadagsins að sjá þar kunnugleg andlit frá Þýskalandi. Þar sátu á kirkjubekk þýsku hjónin sem ég gaf saman í hjónaband í fyrrasumar og viðtal var tekið við sem birtist í Skarpi. Ég gaf mig á tal við þau. Í ljós kom að þau komu gagngert til Húsavíkur frá Þýskalandi til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum! Og þau áttu ekki orð yfir menningarlegri og trúarlegri reisn þessarar afmælishátíðar!

Sighvatur Karlsson, 3/6 2007

Öðruvísi mér áður brá

Það ætti ekki að hafa farið framhjá sóknarbörnum að aldarafmælis Húsavíkurkirkju verður minnst um helgina með veglegum hætti. Afmælisnefndin hefur verið vakin og sofin í þágu verkefnisins undanfarna mánuði. Formaður nefndarinnar er Helga Jónína Stefánsdóttir, meðstjórnendur auk sóknarprests eru Hreiðar Karlsson, Björn G. Jónsson og Frímann Sveinsson.Afraksturinnn er glæsileg dagskrá þar sem flestir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Afmælisnefndin hvetur fólk að láta dagskrána ekki framhjá sér fara og taka með sér gesti, Við viljum sérstaklega vekja athygli á tónleikunum á föstudagskvöldið kl.20, hátíðarmessunni á laugardag kl. 14 og opnun kirkjusögusýningarinnar sama dag kl. 16 í Safnahúsinu en undirbúningur hennar hefur verið í höndum Guðna Halldórssonar, Sigurjóns Jóhannessonar og Péturs Jónassonar.Messan verður einstakur sögulegur viðburður því að þar munu þjóna fyrrverandi prestar við kirkjuna auk sóknarprests og vígslubiskups á Hólum sem mun prédika. Umgjörðin er einstök og fögur listasmíð, Húsavíkurkirkja sem ber höfundi sínum Rögnvaldi Ólafssyni fagurt vitni, reist Guð til dýrðar og vígð 2. júní 1907. Sóknarbörn eru stolt af kirkjunni sinni og hafa auðsýnt henni ræktarsemi og sóma í tilefni afmælisins eins og svo oft áður. Fyrir Prestastefnuna lagði ég inn gott orð til himnaföðurins og bað um gott veður. Ég var þá bænheyrður. Ég sé ekki betur en að ég verði bænheyrður aftur vegna afmælishátíðarinnar. Ég hef aldrei verið talinn mjög bænheitur maður. Öðru vísi mér áður brá. Sóknarbörn, til hamingju með afmælið. /sk

Sighvatur Karlsson, 30/5 2007

Valdís Birna skírð

Valdís Birna Daníelsdóttir var skírð 27. maí. Foreldrar hennar eru Árný Björnsdóttir og Daníel Jónsson, Stórhóli 3. Skírnarvottar: Reynir Björnsson og Lilja Jóhannesdóttir.

Sighvatur Karlsson, 29/5 2007

Hekla Lovísa skírð

Hekla Lovísa Sveinsdóttir var skírð 25.maí. Foreldrar hennar eru Kristjana S. Benediktsdóttir og Sveinn Bjarnason, Brúnagerði 8. Skínarvottar: Sólveig Jóna Skúladóttir og Guðrún Guðbjartsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 28/5 2007

Sigríður Pálsdóttir er látin

Sigríður Pálsdóttir, Mararbraut 3, Húsavík lés á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri s.l. nótt.

Sighvatur Karlsson, 24/5 2007

Æfing fyrir fermingu

Fermingarguðsþjónusta verður í Húsavíkurkirkju á Hvítasunnudag 27. maí kl. 10.30 Fermingarbörnin eru beðin að koma á æfingu í kirkjunni á föstudag kl. 13. Æfingin tekur klukkustund.

Sighvatur Karlsson, 23/5 2007

Ásþór Sigurðsson er látinn

Ásþór Sigurðsson, Garðarsbraut 77, Húsavík er látinn

Sighvatur Karlsson, 16/5 2007

Kristján Benediktsson, bóndi á Hólmavaði er látinn

Kristján Benediktsson, Hómavaði er látinn /sk

Sighvatur Karlsson, 12/5 2007

Afmælisdagskráin komin á vef kirkjunnar

Nú er hægt að kynna sér hátíðardagskrána í tilefni af aldarafmæli Húsavíkurkirkju hér til hliðar undir liðnum dagskrá.

Lesa áfram …

Sighvatur Karlsson, 11/5 2007

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS