Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í heild sinni í kirkjunni á föstudaginn langa. Um 10 einstaklingar skipta með sér sálmunum sem eru 50 talsins. Lesturinn hefst kl. 10 fyrir hádegið og stendur til um kl. 15. Sóknarbörn eru hvött til þess að líta við í kirkjunni og hlýða á lesturinn.
, 20/3 2008
Sigurður Gunnarsson, Skálabrekku 1 lést 2. mars á Sjúkrahúsi Húsavíkur.
, 17/3 2008
Sigurbjörg Sigurjónsdóttir lést 15. mars á Dvalarheimilinu Hvammi. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.
, 16/3 2008
Inga María var skírð þann 23. febrúar í Húsavíkurkirkju. Foreldrar hennar eru
þau Guðný Stefánsdóttir og Krzysztof Wójcik, Grundargarði 9.
Skírnarvottar eru Ingibjörg Sigtryggsdóttir og Marcin Florczyk
, 16/3 2008
Nú er listi yfir fermingarbörn er fermd verða í vor kominn á vefsíðu kirkjunnar. Listann er að finna hér. Foreldrar geta breytt fermingardögum í samráði við sóknarprest. Listinn verður því ekki að fullu tilbúinn fyrr en um og eftir 10. mars vegna vetrarleyfis sóknarprests.
, 15/2 2008
Starf fyrir tíu til tólf ára börn í sókninni hófst að nýju í lok október. Katrín Ragnarsdóttir tók að sér að leiða starfið. Skemmst er frá að segja að starfið hefur gengið mjög vel en 30-40 börn á þessum aldri sækja að staðaldri samverustundirnar í Kirkjubæ síðdegis á fimmtudögum. Katrínu til aðstoðar hefur verið Sæunn Kristjánsdóttir. Stefnt verður að því að barnastarf kirkjunnar fari frá haustmánuðum fram í Bjarnahúsi að afloknum framkvæmdum innan dyra sem senn verður ráðist í. Það verður mikil lyftistöng fyrir safnaðarstarfið að fá Bjarnahús í gagnið.
, 10/2 2008
Óskar Jóhannsson var settur inn í embætti meðhjálpara í kvöldmessu 10. febrúar í kirkjunni. Það var sóknarprestur sem annaðist innsetninguna og lýsti margþættu starfi meðhjálparans en hann er náinn samstarfsmaður prestsins. Sóknarnefndarformaðurinn Helga Kristinsdóttir ávarpaði nýja meðhjálparann og bauð hann velkominn til starfa og afhenti honum starfslýsingu. Síðan ávarpaði hún fráfarandi meðhjálpara Margréti Þórhallsdóttur og þakkaði henni giftudrjúg störf í þágu sóknarbarna undanfarið ár og leysti hana út með gjöf frá sóknarbörnum.
, 10/2 2008
Margrét Sif Jóhannsdóttir var skírð í kirkjunni 2. febrúar af sr. Jóni Ármanni Gíslasyni. Foreldrar hennar eru Huld Hafliðadóttir og Jóhann Gunnar Sigurðsson. Skírnarvottar: Gunnlaug María Eiðsdóttir og Hanna Mjöll Káradóttir
, 7/2 2008
Sunnudagaskólinn verður á sínum tíma kl. 11. Foreldrar eru eindregið hvattir til þátttöku með börnum sínum. Helgistund verður í Hvammi kl. 13. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14. Þar syngur kirkjukórinn að venju undir stjórn kirkjuorganistans Judit György. Þess er vænst að foreldrar fermingarbarna fjölmenni með börnum sínum.
, 26/1 2008
Jón Árnason, bifreiðastjóri, Laugarbrekku 3 er látinn. Útförin auglýst síðar.
, 21/1 2008