Húsavíkurkirkja

 

Guðjón Dagur skírður

Guðjón Dagur Daníelsson var skírður að heimili sínu 26. desember. Foreldrar hans eru Hrefna Regína Gunnarsdóttir og Daníel Borgþórsson. Skírnarvottar: Auður Gunnarsdóttir, Húsavík og Kristín Óskarsdóttir, Reyðarfirði.

Sighvatur Karlsson, 26/12 2007

Jólaprédikanir komnar á vefinn

Nú er ræða sóknarprests frá aðfangadagskvöldi komin inn á vef kirkjunnar. Þá sem fýsir að lesa hana get ýtt hér á. Þá er ræðan frá jóladegi einnig komin inn á vefinn. Aðsókn að jólamessunum í kirkjunni var heldur dræmari en undanfarin ár. Sérstaklega vakti athygli hversu fáir sóttu miðnæturmessuna eða um 120 manns. Það var ekki annað að heyra en að kirkjugestir hafi notið helgihaldsins um jólin. Á jóladag var sungin messa á öldrunardeild um hádegisbil, síðan var sungin messa í Mihvammi um kl. 13 þar sem 55 heimilismenn hlýddu á messuna. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn kirkjuorganistans Judit György. Kórfélögum eru færðar þakkir fyrir fallegan söng um jólin.

Sighvatur Karlsson, 26/12 2007

Helgihald um jól og áramót í sókninni

Aftansöngur á Aðfangadag kl. 18. Hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteinssonar sungnir ásamt jólasálmum sem allir þekkja. Miðnæturmessa kl. 23.30. Þar verður boðið upp á tónlistaratriði. Kirkjukór Húsavíkur syngur í báðum messunum undir stjórn Judit György kirkjuorganista. Á jóldag verður helgistund á öldrunardeild sjúkrahússins kl. 12.30 og í Miðhvammi kl. 13.00. Athugið breyttan tíma. Kirkjukórinn syngur þar jólasálma við undirleik kirkjuorganistans. Síðan heldur kirkjukórinn til kirkju og syngur hátíðarmessu kl. 14.00. Á gamlársdag verður sunginn aftansöngur kl. 18. í kirkjunni. Ræðumaður er Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármálastjóri Norðurþings. Kirkjukór Húsavíkur syngur þar undir stjórn Aladár Rácz. Sóknarbörn eru hvött til þess að fjölmenna í jólamessurnar allar. Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Sighvatur Karlsson, 21/12 2007

Snorri Snorrason er látinn í Hafnarfirði

Snorri Snorrason er látinn í Hafnarfirði. Móðir hans er Inga Filippía Sigurðardóttir, Grundargarði 3, Húsavík.

Sighvatur Karlsson, 19/12 2007

Fjölsótt jólastund í kirkjunni

Um 100 sóttu jólastundina í kirkjunni 3. sunnudag í aðventu. Almennur söngur var við undirleik organistans. Börn úr TTT sýndu leikritið Miskunnsama brettastelpan og lásu jólasögu við mjög góðar undirtektir. Jólasveinninn vakti töluverða kátínu kirkjugesta á öllum aldri er hann talaði við Engilráð og Rebba. Að lokum var jólatréð í kirkjunni skreytt með englamyndum sem TTT krakkarnir höfðu búið til.

Sighvatur Karlsson, 17/12 2007

Jólasöngvar fjölskyldunnar

´Jólasöngvar fjölskyldunnar verða 3. sunnudag í aðventu í kirkjunni kl. 14. Þar verður almennur söngur við undirleik Judit György kirkjuorgarnista. Engilráð og Rebbi tala við jólasvein sem kemur í heimsókn. Börn úr tíu til tólf ára starfinu sína leikrit sem þau hafa æft undir handleiðslu Katrínar Ragnarsdóttur æskulýðsfulltrúa kirkjunnar. Börnin skreyta jólatré. Jólaöl og piparkökur í lokin í boði sóknarnefndar.Gert er ráð fyrir að stundinni ljúki um kl. 14.46.

Sighvatur Karlsson, 14/12 2007

Karólína Ösp skírð

Karólína Ösp Henningsdóttir var skírð föstudaginn 14. desember að heimili sínu, Baldursbrekku 5. Foreldrar hennar eru Berglind Rut Magnúsdóttir og Henning Þór Aðalmundsson. Skírnarvottar: Magnús Þorvaldsson, Magnús Ingi Aðalmundsson og Kristján Þór Magnússon.

Sighvatur Karlsson, 14/12 2007

Frábærir aðventutónleikar Kirkjukórs Húsavíkur

Það mátti sjá tár á hvörmum kirkjugesta er sóttu aðventutónleika Kirkjukórs Húsavíkur á sunnudagskvöld. Það voru barnaraddirnar sem kölluðu þessi áhrif fram en börn úr Borgarhólsskóla sungu nokkur lög með kirkjukórnum. Kirkjuorganistinn Judit György stjórnaði kórunum og lék með á trommu í einu laginu. Aladár lék undir af stakri snilld sem fyrr.

Lesa áfram …

Sighvatur Karlsson, 10/12 2007

Gospelkórinn söng aðventuna inn

Gospelkór kirkjunnar söng aðventuna inn í Poppmessu í kvöld. 153 sóttu messuna þrátt fyrir hríðarkóf og slabb á götum og gangstéttum Húsavíkurbæjar.Góðir gestir tóku virkan þátt í messunni. Hjálmar Ingimars lék á bassa og Jón Gunnar Stef á trommur. Judit György kirkjuorganistinn söng einsöng með kórnum. Sóknarprestur flutti hugleiðingu, bæn og blessunarorð. Undirleikari og stjórnandi kórsins var Guðni Bragason.

Sighvatur Karlsson, 2/12 2007

Dagskrá 1. sunnudag í aðventu, 2. desember.

Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á n.k. sunnudag 2. nóvember. Að venju verður sunnudagaskóli kl. 11. Ég hvet sóknarbörn til þess að fjölmenna með bönin og barnabörnin. M.a. verður kveikt á fyrsta kertinu á aðventukransinum sem heitir spádómakertið.

Á sunnudagskvöldið kl. 20 verður Poppmessa í umsjá Gospelkórs Húsavíkurkirkju. Gestasöngvari syngur með kórnum og hljómsveit leikur undir. Sóknarprestur flytur hugleiðingu og leiðir stundina. Sóknarbörn eru hvött til þess að fjölmenna í kirkjuna í upphafi aðventu.

Sighvatur Karlsson, 27/11 2007

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS