Húsavíkurkirkja

 

Jólasöngvar fjölskyldunnar

´Jólasöngvar fjölskyldunnar verða 3. sunnudag í aðventu í kirkjunni kl. 14. Þar verður almennur söngur við undirleik Judit György kirkjuorgarnista. Engilráð og Rebbi tala við jólasvein sem kemur í heimsókn. Börn úr tíu til tólf ára starfinu sína leikrit sem þau hafa æft undir handleiðslu Katrínar Ragnarsdóttur æskulýðsfulltrúa kirkjunnar. Börnin skreyta jólatré. Jólaöl og piparkökur í lokin í boði sóknarnefndar.Gert er ráð fyrir að stundinni ljúki um kl. 14.46.

Sighvatur Karlsson, 14/12 2007

Karólína Ösp skírð

Karólína Ösp Henningsdóttir var skírð föstudaginn 14. desember að heimili sínu, Baldursbrekku 5. Foreldrar hennar eru Berglind Rut Magnúsdóttir og Henning Þór Aðalmundsson. Skírnarvottar: Magnús Þorvaldsson, Magnús Ingi Aðalmundsson og Kristján Þór Magnússon.

Sighvatur Karlsson, 14/12 2007

Frábærir aðventutónleikar Kirkjukórs Húsavíkur

Það mátti sjá tár á hvörmum kirkjugesta er sóttu aðventutónleika Kirkjukórs Húsavíkur á sunnudagskvöld. Það voru barnaraddirnar sem kölluðu þessi áhrif fram en börn úr Borgarhólsskóla sungu nokkur lög með kirkjukórnum. Kirkjuorganistinn Judit György stjórnaði kórunum og lék með á trommu í einu laginu. Aladár lék undir af stakri snilld sem fyrr.

Lesa áfram …

Sighvatur Karlsson, 10/12 2007

Gospelkórinn söng aðventuna inn

Gospelkór kirkjunnar söng aðventuna inn í Poppmessu í kvöld. 153 sóttu messuna þrátt fyrir hríðarkóf og slabb á götum og gangstéttum Húsavíkurbæjar.Góðir gestir tóku virkan þátt í messunni. Hjálmar Ingimars lék á bassa og Jón Gunnar Stef á trommur. Judit György kirkjuorganistinn söng einsöng með kórnum. Sóknarprestur flutti hugleiðingu, bæn og blessunarorð. Undirleikari og stjórnandi kórsins var Guðni Bragason.

Sighvatur Karlsson, 2/12 2007

Dagskrá 1. sunnudag í aðventu, 2. desember.

Fyrsta sunnudag í aðventu ber upp á n.k. sunnudag 2. nóvember. Að venju verður sunnudagaskóli kl. 11. Ég hvet sóknarbörn til þess að fjölmenna með bönin og barnabörnin. M.a. verður kveikt á fyrsta kertinu á aðventukransinum sem heitir spádómakertið.

Á sunnudagskvöldið kl. 20 verður Poppmessa í umsjá Gospelkórs Húsavíkurkirkju. Gestasöngvari syngur með kórnum og hljómsveit leikur undir. Sóknarprestur flytur hugleiðingu og leiðir stundina. Sóknarbörn eru hvött til þess að fjölmenna í kirkjuna í upphafi aðventu.

Sighvatur Karlsson, 27/11 2007

Gospelmessa í Sólvangi á Tjörnesi

Á sunnudaginn kl. 14 verður Gospelmessa í Sólvangi á Tjörnesi. Gospelkór Húsavíkurkirkju syngur undir stjórn Guðna Bragasonar. Jón Ármann Gíslason, prófastur prédikar. Sóknarprestur leiðir messuna. Að aflokinni messu verða kaffiveitingar í boði sóknarnefndar sem kvenfélagið á Tjörnesi sér um.

Sighvatur Karlsson, 22/11 2007

Davíð Leó Lund skírður

Davíð Leó Lund var skírður 13. október af sr. Jóni Ármanni Gíslasyni. Foreldrar hans eru Anna Björg Leifsdóttir og Kristinn Lund, Laugarholti 12, Húsavík. Skírnarvottar: Sveinbjörn Lund, Leifur Grímsson og Hermann Arnar Sigurðsson.

Sighvatur Karlsson, 20/11 2007

Gunnar Bjarki skírður

Gunnar Bjarki Hilmarsson var skírður í sunnudagaskólanum í Húsavíkurkirkju 18. nóvember. Foreldrar hans eru Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Hilmar Dúi Björgvinsson. Skírnarvottar: Magnea Sigurbjörg Magnúsdóttir, Þórveig Traustadóttir og Bóas Gunnarsson.

Sighvatur Karlsson, 18/11 2007

Aníta Rakel skírð

Aníta Rakel Kristjánsdóttir var skírð laugardaginn 17. nóvember að Stakkholti 3. Foreldrar hennar eru Jóna Björg Pálmadóttir og Kristján Gunnar Þorvarðarson, Stakkholti 3, Húsavík.Skírnarvottar: Anný Björg Pálmadóttir og Jóhannes Sigurjónsson.

Sighvatur Karlsson, 18/11 2007

Ertu að drepast úr stressi?

Sóknarprestur velti þessari spurningu m.a. fyrir sér í prédikun sinni sem hann flutti í kirkjunni í dag. Þar sagði hann:

“Hlutir geta orðið byrði á margvíslega vegu. Máttur auglýsinganna er mjög mikill. Þær geta fengið okkur til þess að borða sérstaka korntegund á morgnana jafnvel þótt það bragðist eins og ofeldað gamalt dagblað! Auglýsingar leggja þá byrði á konur að þær þurfi að kaupa háhælaða támjóa skó sem eru stórhættulegir fyrir ökklann og tærnar sem afmyndast.

Lesa áfram …

Sighvatur Karlsson, 18/11 2007

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

Fimmtudagur

Kóræfing hjá Kirkjukór Húsavíkur kl. 19.30. Kirkjuorganisti og kórstjóri er Ilona Laido

Dagskrá ...