Guðrún Herborg Ingólfsdóttir er látin
Guðrún Herborg Ingólfsdóttir, Sólbrekku 10, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. maí. Útförin auglýst síðar.
, 25/5 2008
Guðrún Herborg Ingólfsdóttir, Sólbrekku 10, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. maí. Útförin auglýst síðar.
, 25/5 2008
Á Hvítasunnudag sóttu um 370 manns hátíðarmessu í Húsavíkurkirkju þar sem sóknarprestur fermdi 15 börn ásamt vígslubiskupnum á Hólum, Jóni A Baldvinssyni. Nokkrir hafa beðið mig um ræðuna sem er hér að finna. Það var gaman að syngja hátíðarsöngvana í þéttsetinni kirkjunni á þessum fallega degi í lífi fermingarbarnanna og fjölskyldna þeirra
, 16/5 2008
Guðsþjónustan n.k. sunnudag 18. maí kl. 11 verður tekin upp af ríkisútvarpinu og útvarpað sunnudaginn 29. júní kl. 11. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Kórinn mun m.a. syngja sálminn Í bljúgri bæn í sérstakri útsetningu og lagið Ó heilög elska við texta eftir sr. Friðrik A Friðriksson. Í ræðu sinni mun sóknarprestur fjalla um vald Guðs og manna. Sóknarprestur væntir þess að sóknarbörn fjölmenni á sunnudaginn í messuna.
, 16/5 2008
Gospelkór Húsavíkurkirkju hélt vortónleika sína í kirkjunni 9. maí, tvívegis fyrir nánast fullri kirkju. Stjórnandi var Guðni Bragason.Gestasöngvarar. Ína Valgerður Pétursdóttir og Edgar Smári Atlason. Hjálmar Ingimarsson lék á bassa. Jón Gunnar Stefánsson á trommur, Sigurður Illugason á gítar. Snæbjörn Sigurðarson á hammond. Hljóð og tæknimaður var Kristján Halldórsson.
, 14/5 2008
Vortónleikar Kirkjukórs Húsavíkur voru tileinkaðir Friðriki Jónssyni frá Halldórsstöðum í Reykjadal sem fékkst við organistastörf, harmonikkuleik og tónlistarstörf í rúma sex áratugi. Kórstjóri var Judit György og undirleikarar, léttsveit kórsins: Aladár Rácz á piano, Sigurður Friðriksson á harmonikku og Unnsteinn Júlíusson á kontrabassa. Kórinn söng fyrir fullu húsi í kirkjunni og á Breiðumýri. Dagskráin mæltist afar vel fyrir enda fór kórinn afar vel með lögin sem Fikki samdi. Sjálfur hreifst ég af einsöng Sigurðar Friðrikssonar er hann söng Rósina við lag föður síns.. Til stendur að taka tónleikana upp í haust.
, 14/5 2008
Viðar Þórðarson, Uppsalavegi 17, Húsavík lést á sjúkrahúsi Húsavíkur mánudaginn 12. maí. Útför hans verður auglýst síðar.
, 13/5 2008
Kristjana Magnúsdóttir Kleppsvegi 76, Reykjavík lést 3. maí. Útför hennar fór fram í kyrrþey mánudaginn 12. maí frá Húsavíkurkirkju.
, 13/5 2008
Gospelkórínn heldur tvenna tónleika í kvöld, 9. maí, í kirkjunni kl. 20 og 22. í fyrra urðu margir frá að hverfa vegna þess að kirkjan varð yfirfull. Að þessu sinni syngja tveir gestasöngvarar með kórnum. Aðgangseyrir er kr. 500 en kórinn fer í tónleikaferðalag til Svíþjóðar í lok ágúst og rennur eyririnn í ferðasjóð.Guðni Bragasson stjórnar kórnum og leikur á hljómborð ásamt fleiri hljóðfæraleikurum sem ýmist þenja súðir eða bassa. Nú er bara að drífa sig í kirkjuna í kvöld og skemmta sér, – fram á rauða nótt.
, 9/5 2008
Að þessu sinni ber Uppstigningardag upp á fimmtudaginn 1. maí. Uppstigningardagur hefur verið helgaður öldruðum í þjóðkirkjunni undanfarin ár. Að þessu sinni verður sungin messa í Húsavíkurkirkju þennan dag kl. 11. Sólseturskórinn syngur undir stjórn Aladár Rácz. Ræðumaður að þessu sinni er: Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi eystra. Sóknarprestur þjónar fyrir altari.
, 29/4 2008
Aðalfundur Húsavíkursóknar verður haldinn í Kirkjubæ miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennum.
, 29/4 2008
Húsavíkurkirkja er opin flesta daga frá kl. 9.00-16.00 yfir sumartímann. Velkomið er að heyra í kirkjuverði til að athuga með að skoða kirkjuna á öðrum tímum. Sími hans er 8611351
Sóknarprestur: Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Sími á skrifstofu er 464 1317, viðtalstímar eru þri- föst. kl. 10.00-12.00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Skrifstofan er lokuð á mánudögum. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið sera.halla@gmail.com
Kirkjuvörður og meðhjálpari: Guðbergur Ægisson. GSM 8611351- netfang: spreki@simnet.is
Kóræfing hjá Kirkjukór Húsavíkur kl. 18.00
Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi