Húsavíkurkirkja

 

Aðalfundur Húsavíkursóknar

Aðalfundur Húsavíkursóknar verður haldinn í Kirkjubæ miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennum.

Sighvatur Karlsson, 29/4 2008

Fermingarmessa

Fermingarmessa verður sunnudaginn 20. apríl kl. 10.30 Átta börn verða fermd. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Allir velkomnir í messuna.

Sighvatur Karlsson, 19/4 2008

Þormóður Jónsson er látinn

Þormóður Jónsson lést 15.apríl í Hvammi. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 14.

Sighvatur Karlsson, 18/4 2008

Sigríður Schiöth er látin

Sigríður Schiöth lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfararnótt 18. apríl. Útförin auglýst síðar.

Sighvatur Karlsson, 18/4 2008

Gospelmessa n.k. sunndagskvöld

Gospelmessa verður n.k. sunnudagskvöld 13. apríl kl. 20. Að vanda syngur gospelkór kirkjunnar undir stjórn Guðna Bragasonar. Prófastur, Jón Ármann Gíslason þjónar. Sóknarbörn eru hvött til þess að fjölmenna.

Sighvatur Karlsson, 12/4 2008

Brosbaukurinn

Undanfarin ár hefur börnum í sunnudagaskólanum verið kennt að gefa krónu fyrir kærleiksverk. Peningana hafa þau látið í svokallaðan Brosbauk. Þeir renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Sóknarprestur fór með nærri fullan bauk í bankann um daginn. Alls höfðu safnast kr. 6801 kr. Margt smátt gerir eitt stórt. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þessa peninga í þágu barna í Afríku. Það er hægt að fræðast um það á vefsíðu hjálparstarfsins www.help.is.

Sighvatur Karlsson, 12/4 2008

Signý Vilhjálmsdóttir er látin

Signý Vilhjálmsdóttir, Laugarholti 3 d lést 5. apríl á sjúkrahúsi Húsavíkur. Útförin auglýst síðar.

Sighvatur Karlsson, 5/4 2008

Kolbrún Anna skírð

Kolbrún Anna Sörensdóttir var skírð í Húsavíkurkirkju laugardaginn 29. mars. Foreldrar hennar eru Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir og Sören Gestsson, Mararbraut 23. Skírnarvottar: Sesselja Fornadóttir og Snjólaug Anna Pétursdóttir.

Sighvatur Karlsson, 29/3 2008

Hrefna Ósk skírð

Hrefna Ósk Davíðsdóttir var skírð í Húsavíkurkirkju laugardaginn 22. mars. Foreldrar hennar eru Helga Dóra Helgadóttir og Davíð Jónsson, Hjarðarhóli 2. Skírnarvottar: Hildur Rós Pálsdóttir, Helga Eyrún Sveinsdóttir og Hjördís Gústavsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 24/3 2008

Elísabet skírð

Elísabet Ingvarsdóttir var skírð í Húsavíkurkirkju laugardaginn 22. mars. Foreldrar hennar eru Sóley Sigurðardóttir og Ingvar Berg Dagbjartsson. Skírnarvottar: Elísabet Sigurðardóttir og Jósef Matthíasson.

Sighvatur Karlsson, 24/3 2008

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS