Húsavíkurkirkja

 

Vortónleikar Gospelkórs Húsavíkur

Gospelkór Húsavíkurkirkju hélt vortónleika sína í kirkjunni 9. maí, tvívegis fyrir nánast fullri kirkju. Stjórnandi var Guðni Bragason.Gestasöngvarar. Ína Valgerður Pétursdóttir og Edgar Smári Atlason. Hjálmar Ingimarsson lék á bassa. Jón Gunnar Stefánsson á trommur, Sigurður Illugason á gítar. Snæbjörn Sigurðarson á hammond. Hljóð og tæknimaður var Kristján Halldórsson.

Lesa áfram …

Sighvatur Karlsson, 14/5 2008

Vortónleikar Kirkjukórs Húsavíkur

Vortónleikar Kirkjukórs Húsavíkur voru tileinkaðir Friðriki Jónssyni frá Halldórsstöðum í Reykjadal sem fékkst við organistastörf, harmonikkuleik og tónlistarstörf í rúma sex áratugi. Kórstjóri var Judit György og undirleikarar, léttsveit kórsins: Aladár Rácz á piano, Sigurður Friðriksson á harmonikku og Unnsteinn Júlíusson á kontrabassa. Kórinn söng fyrir fullu húsi í kirkjunni og á Breiðumýri. Dagskráin mæltist afar vel fyrir enda fór kórinn afar vel með lögin sem Fikki samdi. Sjálfur hreifst ég af einsöng Sigurðar Friðrikssonar er hann söng Rósina við lag föður síns.. Til stendur að taka tónleikana upp í haust.

Sighvatur Karlsson, 14/5 2008

Viðar Þórðarson er látinn

Viðar Þórðarson, Uppsalavegi 17, Húsavík lést á sjúkrahúsi Húsavíkur mánudaginn 12. maí. Útför hans verður auglýst síðar.

Sighvatur Karlsson, 13/5 2008

Kristjana Magnúsdóttir

Kristjana Magnúsdóttir Kleppsvegi 76, Reykjavík lést 3. maí. Útför hennar fór fram í kyrrþey mánudaginn 12. maí frá Húsavíkurkirkju.

Sighvatur Karlsson, 13/5 2008

Vortónleikar gospelkórsins

Gospelkórínn heldur tvenna tónleika í kvöld, 9. maí, í kirkjunni kl. 20 og 22. í fyrra urðu margir frá að hverfa vegna þess að kirkjan varð yfirfull. Að þessu sinni syngja tveir gestasöngvarar með kórnum. Aðgangseyrir er kr. 500 en kórinn fer í tónleikaferðalag til Svíþjóðar í lok ágúst og rennur eyririnn í ferðasjóð.Guðni Bragasson stjórnar kórnum og leikur á hljómborð ásamt fleiri hljóðfæraleikurum sem ýmist þenja súðir eða bassa. Nú er bara að drífa sig í kirkjuna í kvöld og skemmta sér, – fram á rauða nótt.

Sighvatur Karlsson, 9/5 2008

Messa á Kirkjudegi aldraðra, 1. maí.

Að þessu sinni ber Uppstigningardag upp á fimmtudaginn 1. maí. Uppstigningardagur hefur verið helgaður öldruðum í þjóðkirkjunni undanfarin ár. Að þessu sinni verður sungin messa í Húsavíkurkirkju þennan dag kl. 11. Sólseturskórinn syngur undir stjórn Aladár Rácz. Ræðumaður að þessu sinni er: Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi eystra. Sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Sighvatur Karlsson, 29/4 2008

Aðalfundur Húsavíkursóknar

Aðalfundur Húsavíkursóknar verður haldinn í Kirkjubæ miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennum.

Sighvatur Karlsson, 29/4 2008

Fermingarmessa

Fermingarmessa verður sunnudaginn 20. apríl kl. 10.30 Átta börn verða fermd. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Allir velkomnir í messuna.

Sighvatur Karlsson, 19/4 2008

Þormóður Jónsson er látinn

Þormóður Jónsson lést 15.apríl í Hvammi. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 14.

Sighvatur Karlsson, 18/4 2008

Sigríður Schiöth er látin

Sigríður Schiöth lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfararnótt 18. apríl. Útförin auglýst síðar.

Sighvatur Karlsson, 18/4 2008

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS