Húsavíkurkirkja

 

Elím og Sigursveinn í hjónaband

Elín Pálmadóttir og Sigursveinn Hreinsson, Brúnagerði 5, Húsavík voru gefin saman í hjónaband í Húsavíkurkirkju laugardaginn 12. júlí af sr. Sighvati Karlssyni. Svaramenn: Hreinn Ármannsson og Pálmi B. Jakobsson.

Sighvatur Karlsson, 16/7 2008

Helga Björg og Brynjúlfur í hjónaband

Helga Björg Pálmadóttir og Brynjúlfur Sigurðsson, Höfðabrekku 13, Húsavík voru gefin saman í hjónaband í Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. júlí af Jóni Ármanni Gíslasyni prófasti.

Sighvatur Karlsson, 16/7 2008

Aðalsteinn Karlsson er látinn

Aðalsteinn Karlsson, Baughóli 25 lést að kvöldi 15. júí á sjúkrahúsi Húsvíkur. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 24. júlí kl. 14.

Sighvatur Karlsson, 16/7 2008

Höskuldur Ægir skírður

Höskuldur Ægir Jónsson var skírður að Uppsalavegi 27 laugardaginn 11. júlí. Foreldrar hans eru Elísa Rún Jónsdóttir og Jón Höskuldsson, Garðarsbraut 43. Skírnarvottar: Ævar Ákason og Irmý Dómhildur Antonsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 12/7 2008

Indriði Inriðason, Hvammi er látinn

Indriði Indriðason, ættfræðingur, Hvammi, Húsavík lést 4. júlí. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu 17. júlí kl. 11.

Sighvatur Karlsson, 5/7 2008

Sóknarprestur birtir minningarræðu um Gertrud Friðriksson

Sóknarprestur hefur ákveðið að birta valdar minningarræður á vefsíðu Húsavíkurkirkju, ekki síst vegna geysilega mikils heimildagildis þeirra. Minningarræða Sigurðar Péturs Björnssonar var fyrst til að birtast á vefnum. Nú kemur fyrir sjónir almennings ræða sem flutt var yfir moldum Gertrud Estrid Elise Friðriksson sem gift var Friðriki A Friðrikssyni fyrrv. prófasti sem þjónaði hér á Húsavík frá 1933 til 1964, eftir það um 8 ára skeið í Hálsprestakalli. Á morgun 4. júní eru 83 ár síðan þau gengu í hjónaband. Þess má geta að ræðan er önnur líkræðan sem sóknarprestur samdi en hann var vígður til Húsavíkurprestakalls 5. október 1986. Ræðuna er að finna hér.

Sighvatur Karlsson, 3/6 2008

Sjómannaræðan 1. júní

Það var hvítalogn á Húsavík á sjómannadaginn 1. júní þegar messað var í kirkjunni. Sóknarprestur fermdi tvíburana, Halldór Geir Heiðarsson og Helgu Björk Heiðarsdóttur en faðir þeirra er sjómaður. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn kirkjuorganistans Judit György. Kirkjukórinn söng lagið Sjómannaminning, mjög fallegt lag. Þökk sé þeim sem sóttu messuna sem var hátíðleg og vel flutt af kirkjukórnum. Ræðu sóknarprests er að finna hér.

Sighvatur Karlsson, 1/6 2008

Guðrún Herborg Ingólfsdóttir er látin

Guðrún Herborg Ingólfsdóttir, Sólbrekku 10, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. maí. Útförin auglýst síðar.

Sighvatur Karlsson, 25/5 2008

Fermingarræðan á Hvítasunnudag

Á Hvítasunnudag sóttu um 370 manns hátíðarmessu í Húsavíkurkirkju þar sem sóknarprestur fermdi 15 börn ásamt vígslubiskupnum á Hólum, Jóni A Baldvinssyni. Nokkrir hafa beðið mig um ræðuna sem er hér að finna. Það var gaman að syngja hátíðarsöngvana í þéttsetinni kirkjunni á þessum fallega degi í lífi fermingarbarnanna og fjölskyldna þeirra

Sighvatur Karlsson, 16/5 2008

Útvarpsmessa

Guðsþjónustan n.k. sunnudag 18. maí kl. 11 verður tekin upp af ríkisútvarpinu og útvarpað sunnudaginn 29. júní kl. 11. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Kórinn mun m.a. syngja sálminn Í bljúgri bæn í sérstakri útsetningu og lagið Ó heilög elska við texta eftir sr. Friðrik A Friðriksson. Í ræðu sinni mun sóknarprestur fjalla um vald Guðs og manna. Sóknarprestur væntir þess að sóknarbörn fjölmenni á sunnudaginn í messuna.

Sighvatur Karlsson, 16/5 2008

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS