Húsavíkurkirkja

 

Skírn

Viktor Örn Stefánsson var skírður 29 desember. Foreldrar hans eru Marianna Valdís Friðfinnsdóttir og Stefán Jón Sigurgeirsson, Lyngholti 8. Skírnarvottar:  Bjarney Anna Árnadóttir og Ásdís Jónsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 31/12 2018

Skírn

Alexander Steingrímsson, Garðarsbraut 34 var skírður á Þorláksmessu, 23 desember. Foreldrar : Steingrímur Þór Ólafsson og Urxzula Kuderska. Skírnarvottar:  Luiza Durczak Dulik og Einar Þór Ólafsson.

Sighvatur Karlsson, 23/12 2018

Andlát og útför

Eymundur Kristjánsson, Baughóli 21 lést í Skógarbrekku 18 desember. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 28 desember kl. 14.00.

Sighvatur Karlsson, 21/12 2018

Jólastundin

Ég minni á Jólastund fjölskyldunnar í Húsavíkurkirkju í fyrramálið kl. 11.00 í umsjá sóknarprests. Fermingarbörn sýna helgileik, börnin heyra jólasöguna, börn úr tónlistarskólanum spila á hljóðfæri, Kertasníkir kemur í heimsókn og færir börnunum góðgæti og hjálpar börnunum að skreyta jólatré kirkjunnar. Almennur söngur. Fjölmennum !

Sighvatur Karlsson, 15/12 2018

Skírn

Heimir Dór Arnþórsson, Hjarðarhóli 18 var skírður 15 desember. Foreldrar: Ásrún Ásmundsdóttir og Arnþór Hermannsson, skírnarvottar:  Guðrún Eiríksdóttir og Hafþór Hermannsson.

Sighvatur Karlsson, 15/12 2018

Aðventutónleikar Kirkjukórs Húsavíkur

Aðventutónleikar Kirkjukórs Húsavíkur verða haldnir Sunnudaginn 9 desember kl. 17.00 í Húsavíkurkirkju. Fjölmennum!

Sighvatur Karlsson, 3/12 2018

Hjónavígsla

Þorbjörg Björnsdóttir og Sigmar Tryggvason Lágholti 8, Húsavík voru gefin saman í hjónaband  1 desember í Bjarnahúsi af sr Sighvati Karlssyni.  Svaramenn voru Ásta Hermannsdóttir og Ragnar Ragnarsson.

Sighvatur Karlsson, 2/12 2018

Vertu með !

Ég minni á Englasunnudagaskólaí Bjarnahúsi kl. 11.00 í fyrra málið. Við kveikjum á spádómskertinu á aðventukransi kirkjunnar. Hreyfisöngvar, biblíusaga, leikrit, tónlist og bænir
Gæðastund fyrir börnin í 35 mínútur
Vertu velkomin/n með barnið þitt

Með góðri kveðju

Sighvatur

Sighvatur Karlsson, 1/12 2018

Minningar -og þakkarguðsþjónusta

Sunnudaginn 4 nóvember kl. 11.00 verður sungin Minningar- og þakkarguðsþjónusta í Húsavíkurkirkju. Þá verður þeirra minnst sem látist hafa síðustu 12 mánuði í sókninni. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György og sr  Sighvatur Karlsson þjónar. Að lokinni guðsþjónustu er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í Bjarnahúsi í boði Soroptimista klúbbs Húsavíkur og nágrennis. Fjölmennum

Sighvatur Karlsson, 31/10 2018

Af safnaðarstarfinu

Það var fjölmenni við guðsþjónustu í Hvammi, heimili aldraðra sunnudaginn 14 október. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn nýja organistans Ilonu Laido frá Eistlandi.   Sóknarprestur prédikaði og þjónaði fyrir altari. Um 80 manns sóttu þessa guðsþjónustu.  Sunnudagaskólinn var síðan í Bjarnahúsi kl. 14.00.   Aðsókn var með ágætum.  Næsti sunnudagsaskóli verður fyrsta sunnudag í nóvember í Bjarnahúsi.   Fermingarstörfin eru hafin í Bjarnahúsi. Árgangur 2005 telur 28 börn og hafa 26 ákveðið að fermast kirkjulega.  Fræðslan fer fram einu sinni í viku í Bjarnahúsi. Börnin taka virkan þátt í helgihaldinu, bæði guðsþjónustum og sunnudagaskólanum þar sem þau lesa ritningarvers og bænir og leika jafnvel á gítar í sunnudagaskólanum.  Landsmót æskulýðsfélaga verður haldið 26-28 október á Egilsstöðum. Stefnt er að því að fara með nokkur börn þangað frá Húsavík.

Sighvatur Karlsson, 14/10 2018

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS