Húsavíkurkirkja

 

Ánægjulegur dagur á Hólavatni

Hressir krakkar úr NTT ( 9-12 ára)  starfi Húsavíkurkirkju héldu á Hólavatn sl. laugardag. Þar komu saman tæplega 80 krakkar sem hafa verið í kirkjustarfi, frá Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og Eyjafjarðarsveit auk Húsvíkinga. Veðrið lék við okkur og var hópurinn mestan part dagsins úti. Eftir að leiðtogar, djákni og prestar höfðu heilsað hópnum og boðið alla velkomna, var farið út í leiki þar til hringt var í hádegismat, en boðið var upp á pylsur og  svo ferska ávexti í eftirmat.

Að hádegismat loknum var frjáls tími, þar sem hægt var að fara í skógarferð, finna hengirúm þar og slaka og njóta, hoppa á trampólíninu, spila tennis, körfubolta eða fara út á vatnið, ýmist á hjólabát eða árabát, sem var reyndar vinsælasta afþreyingin. Að loknum frjálsa tímanum var biblíufræðsla þar sem sr. Sólveig Halla sagði söguna um Miskunnsama Samverjann. Að því loknu var hressing djús, kex, kleinur og fleira og svo skiptu krakkarnir sér í hópa og unnu saman í  klukkustund verkefni sem tengdust þema biblíusögunnar. Að því loknu, sýndu72528577_2114858052150656_5371266244743790592_n 72646685_407871643209689_7514106375966818304_n 73202629_946659412356562_7261655740270510080_n TTT1 ttt2 ttt3 ttt4 ttt5 ttt6 ttt7 ttt8 leiklistarhópurinn og brúðuleikritahópurinn afrakstur sinn, sem og listahópurinn og leikjahópurinn sagði frá þeim leikjum sem þau höfðu farið í þar sem reyndi á samvinnu og hjálpsemi.  Auk sóknarprests fóru með hópnum frá Húsavík, leiðtoginn Anna Birta Þórðardóttir og einnig var sérstaklega ánægjulegt að eiga gott samstarf við foreldrar barnanna í hópnum og komu þeir Hallur Lund og Þorsteinn Marinósson með í ferðina og sáu alfarið um bátafjörið og fleira. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir . Nú er námskeiðið Vinátta og virðing hálfnað og kannað verður hvort möguleiki sé að bjóða upp á svipað starf eftir áramót, enda áhugi og þátttaka mjög góð.

 

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 17/10 2019

PARA- messa

Næstkomandi sunnudagskvöld 13. október kl. 20.00 verður Paramessa í Húsavíkurkirkju.

Þar munu hjónin sr. Sólveig Halla og Sigurður Páll flytja hugleiðingu um hjónabandið og kórinn syngur hugljúfa sálma og rómantísk lög.

Hvetjum ykkur til að koma og eiga notalega stund í fallegu kirkjunni okkar.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 10/10 2019

Vinátta og virðing – NTT ( 9-12 ára)

Á föstudögum í októbermánuði stendur yfir námskeiðið Vinátta og virðing. Yfir 20 krakkar  á aldrinum 9 -12 ára eru skráðir og framundan er ferð nk. laugardag á Hólavatn.

Þar ætla krakkar víða að úr prófastsdæminu að koma saman og eiga góðan dag í fræðslu og leik, en umsjón hafa prestar og æskulýðsstarfsfólk kirknanna.

Tæplega 100 manns eru skráðir til þátttöku á Hólavatnsdaginn og við hlökkum mikið til! Meira síðar !

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 10/10 2019

Skírn

 

Eva Dís Guðbergsdóttir, var skírð í Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. október. Foreldrar hennar eru Guðbergur Ægisson og Guðrún Sigríður Geirsdóttir

Skírnarvottar eru Kristín Lára Björnsdóttir, Berta María Björnsdóttir og Hreiðar Geirsson . Innilegar hamingju- og blessunaróskir.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 10/10 2019

Barnastarf og helgihald sunnudaginn 13. okt

Sunnudagaskólinn verður í Bjarnahúsi nk. sunnudag kl. 11.00 Það var þétt setið á stólum, gólfi og borðum um daginn, en við reynum að búa til meira pláss núna.

Sagan um Sakkeus, söngvar, brúðuleikrit og fleira. Umsjón hafa sr. Sólveig Halla, Anna Birta og Guðrún Torfadóttir

Helgistund verður í Hvammi kl. 14.00 í umsjón sr. Sólveigar og Ilonu

susk

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 9/10 2019

Andlát og útför

Kjartan Jóhannesson lést á Skógarbrekku, sjúkrahúsi Húsavíkur, þriðjudaginn 8. október. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 19. oktober kl. 14.00

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 9/10 2019

Andlát og útför.

Þórhallur Valgarð Aðalsteinsson, lést á Skógarbrekku , Sjúkrahúsi Húsavíkur laugardaginn 28 september. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 5 október kl. 13.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 1/10 2019

Andlát og útför.

Höskuldur Aðalsteinn Sigurgeirsson, Vallholtsvegi 17 Húsavík lést á Dvalarheimilinu Hvammi mánudaginn 2 september. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 16 september kl.14.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 5/9 2019

Andlát og útför.

Steinunn Áskelsdóttir, Garðarsbraut 44 Húsavík lést á Sjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 29 ágúst. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 14 september kl 14.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 31/8 2019

Andlát og úrför.

Tryggvi Brandr Jóhannsson , Baldursbrekku 9 Húsavík  lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur miðvikudaginn 28 ágúst. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 7 september kl 14.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 30/8 2019

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS