Húsavíkurkirkja

 

Skírnir

Daníel Friðrik Jónasson, var skírður þann 29.mars 2020, heima í Höfðabrekku 9. Foreldrar hans eru Svala Hrund Stefánsdóttir og Jónas Halldór Friðriksson. Skírnarvottar eru Arna Reynisdóttir og Lilja Friðriksdóttir.

Brynhildur Þurý Ketilsdóttir, var skírð þann 25.apríl, í Lyngbrekku 17. Foreldrar hennar eru Ásta Petrína Benediktsdóttir og Ketill Gauti Árnason. Og Skírnarvottar eru Eva Matthildur Benediktsdóttir og Bragi Heiðar Árnason

Karítas Marý Tryggvadóttir, var skírð þann 30. maí 2020, í sal Framsýnar. Foreldrar hennar eru Júlía Sigrún Júlíusdóttir og Tryggvi Berg Friðriksson.   Skírnarvottar eru Júlíus Stefánsson, Rakel Hera Júlíusdóttir og Guðrún Björg Sigtryggsdóttir.

Innilegar hamingjóskir !

 

 

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/7 2020

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Bjarnahúsi miðvikudaginn 22.júlí 2020 kl. 20:00

Venjuleg aðalfundarstörf

Allir velkomnir

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 3/7 2020

Ferming laugardaginn 20.júni

Laugardaginn 20.júní munu sex ungmenni fermast. Fermingarathöfnin fer fram kl. 13.00  og eru allir velkomnir.

Fermd verða:
Agnar Kári Sævarsson
Fannar Ingi Sigmarsson
Gestur Aron Sörensson
Guðrún Helga Sörensdóttir
Kári Steinn Valdimarsson
Sævar Örn Guðmundsson
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Agnesar Gísladóttur og sr. Sólveig Halla þjónar.
Verið hjartanlega velkomin.

 

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 19/6 2020

Andlát og útför

Látin er Kristjóna Þórðardóttir, á Laxamýri. Hún lést á LSH fimmtudaginn 14.maí. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 29. maí kl. 14.00.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 25/5 2020

Andlát og útför

Látinn er Gísli Vigfússon, til heimilis að Höfðavegi 3. Hann lést laugardaginn 16.maí. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 30.maí  kl. 12.30

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 25/5 2020

Andlát og útför

Látin er Sigríður Vigdís Böðvarsdóttir. Hún lést á Skógarbrekku, sjúkrahúsi Húsavíkur fimmtudaginn 30.apríl. Útför hennar mun fara fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 9.maí kl. 14.00. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir, en streymt verður frá athöfninni  á fésbókarsíðu Húsavíkurkirkju.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 3/5 2020

Útfarir frá Húsavíkurkirkju meðan á samkomubanni stendur

Varðandi útfarir frá Húsavíkurkirkju meðan á samkomubanni stendur.

 

Kæru sóknarbörn og vinir.

Nú er samkomubann á Íslandi. Kirkjulegar athafnir eru meðal þess sem bannið nær til. Útfarir mega því aðeins fara fram með ákveðnum skilyrðum. Annars vegar felast þau í því að fjöldi viðstaddra er takmarkaður en hins vegar verða að vera tveir metrar hið minnsta á milli kirkjugesta.

Vegna þessa banns verður fyrirkomulag útfara í Húsavíkurkirkju með þessum hætti á meðan bannið er í gildi:

1)     Útfarir verða ekki opnar almenningi og fylgjum við fyrirmælum um fjölda kirkjugesta sem ekki verða fleiri en 20 við hverja athöfn, með fyrirvara um breytingar.

2)     Æskilegt er að allar kistulagningar fari fram í kirkjunni.

3)     Fjölskyldur af sama heimili mega sitja saman.

4) Mögulegt er fyrir aðstandendur að streyma útför ástvinar á netinu og undirbúa það í samráði við settan sóknarprest.

 

Þetta eru undarlegir tímar sem við göngum nú inn í.

Þegar ástvinur deyr og sorgin knýr dyra, finnst mörgum hjálplegt að hvíla í þeim hefðum og athöfnum sem við höfum og tengd eru kveðjuathöfnum eins og kistulagningu og útför.

Séra Guðbjörg Arnardóttir prestur á Selfossi kemst vel að orði í grein sinni Að kveðja á tímum Covid 19, en þar  skrifar hún m.a. : ,,Athafnir og hefðir tengdar því að kveðja, höfum við lengi átt og eiga að stuðla að því að hjálpa til við það sorgarferli, sem fer í gang þegar ástvinur fellur frá.  Að kveðja fallega, í þakklæti og af virðingu er mikil hjálp í sorgarferlinu.  Að standa við kistu ástvinar, signa yfir, kyssa, strjúka vanga, segja takk fyrir allt og allt, fella tár og fallast í faðma, er þungbært, en í þeirri stund eru ljós huggunar og vonar.  Að heyra huggunarrík og falleg orð, að rifja upp æviferil og minningar, að hlusta á tónlist og sálma sem veita huggun eða kveikja á minningum er styrkur á vegi sorgarinnar.  Að hittast yfir kaffibolla eftir kveðjustund, fá faðmlag, fá hlýtt og traust handartak með fallegum orðum, er stuðningur og styrkur við það ferli sem framundan er.  Ferlið felst í að byggja upp nýtt og annars konar líf í ljósi þess að hafa misst.  Allt þetta eru leiðarsteinar í átt  til vonarinnar um endurfundi, eilíft líf í faðmi Guðs og í átt til þess að geta aftur brosað, fundið gleði og tilgang. 

Á þeim tímum sem við erum að ganga í gegnum núna verðum við að kveðja á annan og öðruvísi hátt en við erum vön.  Hvort sem andlát ástvinar okkar hefur borið að vegna veirunnar eða á annan hátt, getum við næstu vikur ekki kvatt eins og við erum vön. Ekki kvatt með þeim aðferðum sem við kunnum og vitum að hafa reynst okkur og kynslóðunum á undan hjálplegar í sorgarferlinu.  Inn í kveðjustundina blandast það að við höfum kannski ekki getað heimsótt eða átt innilegar samverustundir með ástvini okkar eins oft og við höfum getað fram að þessu.  Við höfum jafnvel ekki getað verið til staðar í veikindum eins og við hefðum annars gert.  Það er svo margt í kveðjustundinni sem við missum af og það er margt sem vantar.  En aðstæðunum eins og þær eru um þessar mundir breytum við ekki, heldur þurfum að laga okkur að þeim.”

Settur sóknarprestur og annað starfsfólk Húsavíkurkirkju munu gera allt sem á þeirra valdi stendur til að gera fólki kleift að kveðja ástvini fallega og aðstoða þá til að stundin verði sem innihaldríkust og uppbyggileg.  En um leið ber okkur öllum skylda til að fara í öllu að fyrirmælum almannavarna. Nú er brýnt að við förum varlega, sýnum hvert öðru umhyggju og tillitssemi og styðjum hvert annað með góðum orðum og nærveru, þó snerting, hlý faðmlög og þétt handtak verði að bíða enn um sinn. Það má síðan kannski vel hugsa sér, að þegar hættan af Covid 19 verður gengin yfir og samkomubanni aflétt, sólin farin að skína og grasið að grænka, þá komi fjölskyldur saman, eigi góða dagstund þar sem rifja má upp minningar, segja sögur, gleðjast og umvefja hvert annað í þakklæti og von.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 24/3 2020

Andlát og útför

Látinn er Halldór Þorvaldsson, hann lést föstudaginn 20.mars á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

Útförin fer fram í kyrrþey, þ.e. aðeins 20 manns úr hópi nánustu aðstandenda geta verið viðstaddir athöfnina í kirkjunni vegna samkomubannsins. En hægt verður að fylgjast með athöfninni á netinu og er öllum velkomið að hafa samband við Katrínu Kristjánsdóttur í síma 848 5822 til að fá upplýsingar og aðgang að fésbókarsíðu fjölskyldunnar þar sem athöfninni verður streymt.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 24/3 2020

Skírnir

Sigrún Steiney Sigurðardóttir var skírð í Húsavíkurkirkju, laugardaginn 14.mars.

Foreldrar hennar eru Ragnheiður Ingibjörg Einarsdóttir og Sigurður Valdimar Olgeirsson.

Skírnarvottar eru: Sæþór Olgeirsson, Bjarnrún Kristjana Haraldsdóttir og Júlíana Haraldsdóttir.

 

Þann 23. febrúar var Sóldís Nanna Einarsdóttir skírð. Foreldrar hennar eru Ásta Gísladóttir og Einar Örn Kristjánsson.

Skírnarvottar eru Gísli Sigurðsson og Kristján Stefánsson. Skírt var í Einarsstaðakirkju í Reykjadal.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/3 2020

Útför

Útför Báru Hermannsdóttur frá Flatey á Skjálfanda fór fram í kyrrþey frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 14. mars. klukkan 14.00.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/3 2020

Húsavíkurkirkja er opin flesta daga frá kl. 9.00-16.00 yfir sumartímann. Velkomið er að heyra í kirkjuverði til að athuga með að skoða kirkjuna á öðrum tímum. Sími hans er 8611351

Sóknarprestur: Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Sími á skrifstofu er 464 1317, viðtalstímar eru þri- föst. kl. 10.00-12.00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Skrifstofan er lokuð á mánudögum. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið sera.halla@gmail.com

Kirkjuvörður og meðhjálpari: Guðbergur Ægisson. GSM 8611351- netfang: spreki@simnet.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS