Húsavíkurkirkja

 

Andlát og útför.

Steinunn Áskelsdóttir, Garðarsbraut 44 Húsavík lést á Sjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 29 ágúst. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 14 september kl 14.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 31/8 2019

Andlát og úrför.

Tryggvi Brandr Jóhannsson , Baldursbrekku 9 Húsavík  lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur miðvikudaginn 28 ágúst. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 7 september kl 14.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 30/8 2019

Andlát og útför.

Sigurjón Jóhannesson, Ketilsbraut 19 Húsavík lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 6 ágúst, Útför hans er fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 17 ágúst kl. 14.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 10/8 2019

Andlát og útför.

Sigurhanna Vilhjálmsdóttir, Sunnuhlíð 23f Akureyri lést á heimili sínu föstudaginn 12 júlí. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 2 ágúst kl 14.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 24/7 2019

Hásláttur 2019 – Mæðgur með meiru

Sönghátíð Möggu Pálma í Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 18 júlí kl. 21.00. Aðalgestur er söngkonan, Berglind Björk Jónasdóttir. Píanisti er Jón Elísson. Kór eru söngkonur sem sungið hafa í sönghúsinu Domus Vox í Reykjavík. Einnig verður tónleikagestum boðið til samsöngs með sönghópnum.  Aðgangur er ókeypis.  Fjölmennum

Sighvatur Karlsson, 16/7 2019

Andlát og útför.

Brynhildur Gísladóttir, Sólvöllum 4 Húsavík lést á Dvalarheimilinu Hvammi   mánudaginn  8 júlí. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 19 júlí kl 11.00

Margrét Þórhallsdóttir, 10/7 2019

Andlát.

Sólveig Þrándardóttir, Mararbraut 5 Húsavík lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 8 júlí. Útförin fer fram í kyrrþey.

Margrét Þórhallsdóttir, 8/7 2019

Söngperlur að sumri

 

Tónleikar í Húsavíkurkirkju, sunnudaginn 14. Júlí kl. 17:00

Aðgangseyrir kr. 1500,-

 

Svafa Þórhallsdóttir, söngkona og Esben Nordborg Möller, flytja verk eftir Mendelsohn, Brahms og Grieg.

Þar að auki munu þau flytja íslenskar söngperlur m.a. eftir Kaldalóns, Atla Heimi og Jón Nordal.

Í lok tónleikanna verður samsöngur þar sem tónleikagestum gefst tækifæri á að syngja með.

Ekki missa af notalegri tónleikastund í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 14.júlí  kl. 17:00

 

Um tónleikahaldara:

Bæði hafa lokið námi frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn og taka þau virkan þátt í tónlistarlífinu í Danmörku.

Svafa starfar sem söngkona, kórstjóri og tónmenntakennari og Esben fæst við tónsmíðar og orgelleik.

 

Ekki skemmir að geta þess að Svafa rekur ættir sínar til Húsavíkur.  Barnabarnabarn Lúðvíks og Rúnu í Bala.

 

Gaman væri að sjá heimafólk sem aðra fjölmenna á tónleika þessa og taka virkilega vel á móti langt aðkomnu listafólki.

Sighvatur Karlsson, 6/7 2019

Skírn

Þorgerður Kristín Antonsdóttir var skírð í Húsavíkurkirkju 29. júní. Foreldrar hennar eru Sunna Kindt Steingrímsdóttir og Anton Freyr Kjartansson, Garðarsbraut 33, Húsavík. Skírnarvottar: Þorgerður Sif Kjartansdóttir og Vaka Jónsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 6/7 2019

Andlát og útför

Sigurjón Þorgrímsson, Friggs gate 3 Stavanger Noregi lést á Stavanger Universitetssjukehus fimmtudaginn 27 júní. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 6 júlí kl.11.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 1/7 2019

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS