Húsavíkurkirkja

 

Andlát og útför

Herdís Þuríður Sigurðardóttir lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík laugardaginn 18. september. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 29. september kl. 14:00

Pink Roses Puzzle - frjáls leikur - Free Games Max

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 22/9 2021

Skírnir

Laugardaginn 18.september var Hinrik Hrafn Davíðsson, skírður í Húsavíkurkirkju. Foreldrar hans eru Sólveig Ása Arnarsdóttir og Davíð Þórólfsson. Skírnarvottar eru Svava Hlín Arnarsdóttir og Einar Már Þórólfsson.

Sunnudaginn 12. september var Smári Hrafn Sylvíuson skírður. Móðir hans er Sylvía Smáradóttir.  Skírnarvottar Smára Hrafns eru Rafnar Smárason, Brynjar Smárason og Tinna Þórarinsdóttir. Skírnarathöfnin fór fram að Sólbrekku 23.  Innilegar hamingju-  og blessunaróskir.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 21/9 2021

Andlát og útför

Ólöf G. Kristmundsdóttir (Lóló) lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík sunnudaginn 5. september. Útförin fer fram í Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 16. september kl. 14:00 og verður streymt á facebooksíðu kirkjunnar

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 8/9 2021

Hjónavígsla

Hjónavígsla fór fram í Einarsstaðakirkju í Reykjadal, laugardaginn 4.sept. Gefin voru saman Hilda Kristjánsdóttir og Haraldur Kristinn Gyðuson. Svaramenn voru Kristján Eysteinsson og Héðinn Björnsson.Innilegar hamingjuóskir .

241641422_450462262792298_3077053344556992355_n

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 8/9 2021

Skírn

Laugardaginn 4. september var Heiðdís Björg skírð. Foreldrar hennar eru Harpa Lind Pálsdóttir og Arnar Ingi Gunnarsson.  Skírnarvottar voru Gunnar Jónas Einarsson, Anna Dís Pálsdóttir og Páll Ólafsson. Skírnarathöfnin fór fram í  félagsheimilinu Heiðarbæ í Reykjahverfi. Hamingju- og blessunaróskir.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 8/9 2021

Andlát og útför

Látin er Hania Osipowska  en lést á heimili sínu   sunnudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram laugardaginn 28. ágúst kl. 11: 00 frá  Húsavíkurkirkju.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 25/8 2021

Skírn

Laugardaginn 21.ágúst var Móeiður Una Hinriksdóttir Lund skírð, heima í stofu að Baughóli 34. Foreldrar hennar eru Hinrik Marel Jónasson Lund og Þórdís Ása Guðmundsdóttir. Skírnarvottar eru Hildur Eva Guðmundsdóttir, Fanney Hreinsdóttir og Hróðný Lund. Hamingju- og blessunaróskir til allra.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 23/8 2021

Skírn

Aldís Anna Kristjánsdóttir, var skírð laugardaginn 14.ágúst 2021. Foreldrar hennar eru Kristján Unnsteinsson og Sigríður Kristín Ólafsdóttir. Skírnarvottar eru Hreinn Kári Ólafsson og Sigmar Darri Unnsteinsson.  Skírnarathöfninn fór fram í Hlyn, sal Félags eldri borgara á Húsavík.

Innilegar hamingju- og blessunaróskir

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 17/8 2021

Andlát og útför

Mikael Þór Ásgeirsson lést sunnudaginn 1. ágúst. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 14. ágúst kl. 14:00
blá lilja

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 4/8 2021

Andlát og útför

Sigurlína Jónsdóttir, til heimilis að Árholti 5, Húsavík, lést þann 29.júlí á sjúkradeild HSN-Húsavík. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 7.ágúst.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 3/8 2021

Húsavíkurkirkja er opin flesta daga frá kl. 9.00-16.00 yfir sumartímann. Velkomið er að heyra í kirkjuverði til að athuga með að skoða kirkjuna á öðrum tímum.
Kirkjuvörður í afleysingum er Kristján Arnarson sími hans er 865 5060

Sóknarprestur: Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Sími á skrifstofu er 464 1317, viðtalstímar eru þri- fimmt. kl. 10.00-12.00. Sóknarprestur er í fríi á mánudögum og skrifstofan er þá lokuð. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið solveigk@kirkjan.is Ef erindið þolir enga bið, hringið þá í 8207275

Kirkjuvarsla og meðhjálparastörf : Kristján Arnarson og Rosa Millan sími 865 5060

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS