Húsavíkurkirkja

 

Andlát og útför

Kristján Pálsson, loftskeytamaður og rafvirki, til heimilis að Uppsalavegi 21, lést þriðjudaginn 28.júlí. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 7.ágúst kl. 14.00. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu, verður streymt beint frá athöfninni í gegnum facebook-síðu Húsavíkurkirkju.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 2/8 2020

Andlát og útför

Þuríður Freysdóttir (Rúrý) , til heimilis á Sólbrekku 10 Húsavík, lést á HSN Húsavík, þriðjudaginn  14.júlí 2020.

Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 22 júlí kl 14.00

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/7 2020

Sumarleyfi og afleysing

Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, verður í sumarleyfi fram til 10. ágúst, þangað til leysir sr. Jón Ármann Gíslason af í Húsavíkurprestakalli, síminn hans er 866 2253.

Guð gefi okkur góðar sumarstundir 

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 14/7 2020

Hjónavígsla

Gefin voru saman í heilagt hjónaband Benóný Valur Jakobsson og Guðrún Einarsdóttir, þann 3.júlí 2020. Hjónavígslustaður var heimili brúðhjónanna, Túngata 14.  Svaramenn voru Þórhallur Valur Benónýson og Einar H. Einarsson

Innilegar hamingju- og blessunaróskir!

500+ Flower Images [HQ] | Download Free Flower Pictures on Unsplash

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/7 2020

Skírnir í júní og júlí

Júlíana Sif Ísaksdóttir, var skírð sunnudaginn 5.júlí 2020 í sal Miðhvamms. Foreldrar hennar eru Ísak Már Aðalsteinsson og Þórunn Torfadóttir. Skírnarvottar eru þær Rakel Ösp Thorsteinsson og Eyrún Torfadóttir.

Kristján Þór Runólfsson, var skírður í Akureyrarkirkju  laugardaginn 4.júlí. Foreldrar hans eru Anna Kristín Þórhallsdóttir og Runólfur Viðar Guðmundsson. Skírnarvottar eru Höskuldur Þór Þórhallsson og Guðmundur Smári Guðmundsson.

Halldór Kristinn Hjörvarsson, var skírður þann 20.júní úti í garði á Stórhól 8. Foreldrar hans eru Hjörvar Jónmundsson og Liana Deisa. Skírnarvottar eru Alísa Deisa, Þórunn Kristinsdóttir og Jónmundur Aðalsteinsson.

Innilegar hamingjuóskir!

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/7 2020

Skírnir

Daníel Friðrik Jónasson, var skírður þann 29.mars 2020, heima í Höfðabrekku 9. Foreldrar hans eru Svala Hrund Stefánsdóttir og Jónas Halldór Friðriksson. Skírnarvottar eru Arna Reynisdóttir og Lilja Friðriksdóttir.

Brynhildur Þurý Ketilsdóttir, var skírð þann 25.apríl, í Lyngbrekku 17. Foreldrar hennar eru Ásta Petrína Benediktsdóttir og Ketill Gauti Árnason. Og Skírnarvottar eru Eva Matthildur Benediktsdóttir og Bragi Heiðar Árnason

Karítas Marý Tryggvadóttir, var skírð þann 30. maí 2020, í sal Framsýnar. Foreldrar hennar eru Júlía Sigrún Júlíusdóttir og Tryggvi Berg Friðriksson.   Skírnarvottar eru Júlíus Stefánsson, Rakel Hera Júlíusdóttir og Guðrún Björg Sigtryggsdóttir.

Innilegar hamingjóskir !

 

 

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/7 2020

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Bjarnahúsi miðvikudaginn 22.júlí 2020 kl. 20:00

Venjuleg aðalfundarstörf

Allir velkomnir

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 3/7 2020

Ferming laugardaginn 20.júni

Laugardaginn 20.júní munu sex ungmenni fermast. Fermingarathöfnin fer fram kl. 13.00  og eru allir velkomnir.

Fermd verða:
Agnar Kári Sævarsson
Fannar Ingi Sigmarsson
Gestur Aron Sörensson
Guðrún Helga Sörensdóttir
Kári Steinn Valdimarsson
Sævar Örn Guðmundsson
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Agnesar Gísladóttur og sr. Sólveig Halla þjónar.
Verið hjartanlega velkomin.

 

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 19/6 2020

Andlát og útför

Látin er Kristjóna Þórðardóttir, á Laxamýri. Hún lést á LSH fimmtudaginn 14.maí. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 29. maí kl. 14.00.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 25/5 2020

Andlát og útför

Látinn er Gísli Vigfússon, til heimilis að Höfðavegi 3. Hann lést laugardaginn 16.maí. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 30.maí  kl. 12.30

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 25/5 2020

Húsavíkurkirkja er opin flesta daga frá kl. 9.00-16.00 yfir sumartímann. Velkomið er að heyra í kirkjuverði til að athuga með að skoða kirkjuna á öðrum tímum. Sími hans er 8611351

Sóknarprestur: Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Sími á skrifstofu er 464 1317, viðtalstímar eru þri- föst. kl. 10.00-12.00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Skrifstofan er lokuð á mánudögum. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið sera.halla@gmail.com

Kirkjuvörður og meðhjálpari: Guðbergur Ægisson. GSM 8611351- netfang: spreki@simnet.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS