Kæru vinir í Húsavíkursókn
Það stóð til að kveðja söfnuðinn áður en næsti prestur tekur við í safnaðarguðsþjónustu í lok ágúst.
Af því varð ekki vegna covid 19 veirunnar sem tók sig upp aftur í samfélaginu. En þegar hún lætur
verulega undan síga þá mun ég kveðja söfnuðinn ásamt fjölskyldu minni í safnaðarguðsþjónustu í
samráði við sóknarnefnd. Við vitum ekki hvenær kveðjustundin gæti runnið upp, vonandi fyrr en
síðar. Við hlökkum til að sjá ykkur þar.
Með kærri kveðju
Sighvatur Karlsson, fyrrv sóknarprestur
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 9/9 2020

Bríet Lára Sandholt Óladóttir var skírð laugardaginn 5. september. Foreldrar hennar eru Fanney Lára Sandholt og Björgvin Óli Árnason.
Skírnarvottar eru Inger Ósk Sandholt og Guðfinna Árnadóttir. Skírnarathöfnin fór fram í Grenjaðarstaðarkirkju.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/9 2020
Laugardaginn 5. september var Viktor Rökkvi skírður , athöfnin fór fram heima í stofu, að Auðbrekku 8. Foreldrar Viktors Rökkva eru Jónína Hildur Grímsdóttir og Fannar Emil Jónsson. Skírnarvottar eru Kristján Hjaltalín og Jón Grímsson. Innilegar hamingjuóskir.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/9 2020
Látin er Gunnþórunn G. S. Sigurðardóttir, ( Gugga) Túngötu 18. Hún lést á sjúkrahúsinu á Húsavík þann 1.september.
Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 12. september kl. 14.00
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verða eingöngu nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/9 2020
Útför Jóns Ármanns Árnasonar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 11.september kl. 14.00 .
Streymt verður frá útförinni á Fésbókarsíðu Húsavíkurkirkju, sem er öllum opin.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/9 2020
Jón Ármann Árnason, Strandbergi, er látinn. Hann lést þriðjudaginn 1.september á sjúkradeild HSN-Húsavík. Útför verður auglýst síðar.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 2/9 2020
Sunnudaginn 30.ágúst var Pétur Björn skírður. Foreldrar hans eru Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir. Skírnarvottar eru Bjartey Unnur Stefánsdóttir og Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir. Skírt var heima, á Þverá í Reykjahverfi.
Innilegar hamingju- og blessunaróskir!

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 1/9 2020
Laugardaginn 22.ágúst var Lovísa Kristín skírð. Foreldrar hennar eru Stefán Júlíus Aðalsteinsson og Elma Rún Þráinsdóttir. Skírnarvottar voru Árdís Rún Þráinsdóttir og Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir. Skírnin fór fram í Bjarnahúsi, safnaðarheimili Húsvíkurkirkju. Innilegar
hamingjuóskir
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 25/8 2020
Fermingar sem frestuðust í vor verða nú í lok ágústmánaðar sem hér segir:
Laugardaginn 22. ágúst kl. 11.00 og kl. 13.00
Laugardaginn 29.ágúst kl. 11.00 og kl. 13.00
Félagar í Kirkjukór Húsavíkurkirkju syngja við undirleik Jaan Alavere organista og sr. Sólveig Halla þjónar
Vegna aðstæðna í samfélaginu er aðeins nánustu aðstandendum boðið að vera viðstaddir athafnirnar.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 20/8 2020
Sunnudaginn 16.ágúst var Freyr Egilsson skírður. Foreldar hans eru Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir og Egill Bjarnason.
Skírnarvottar eru Egill Aðalgeir Bjarnason og Bjarni Harðarson. Skírnin fór fram úti í garði í Stekkjarholti 12, í blíðskaparveðri.
Innilegar hamingjuóskir.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 17/8 2020