Húsavíkurkirkja

 

Andlát

Látin er Hróðný Valdimarsdóttir. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík fimmtudaginn 23. desember.

útför blom

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 27/12 2021

Aftangsöng Aðfangadag aflýst

ATH. Aftansöng á aðfangadag er því miður aflýst.
Við höfðum lengi horft til jólanna með tilhlökkun yfir að fagna þeim saman í kirkjunni, en í ljósi hertra samkomutakmarkana og aukinna smita í samfélaginu var þessi ákvörðun tekin sameiginlega af sóknarpresti, formönnum sóknarnefndar og kirkjukórs.
En við skulum njóta fagnaðarboðskapsins og við minnum á messur bæði í útvarpi og sjónvarpi, og þá sérstaklega hátíðarmessu frá Hóladómkirkju á N4 á Jóladag 15.00
Góður Guð gefi okkur öllum heilaga og gleðilega hátíð
jólamessaæfð jólamessaæfð1

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 23/12 2021

Orgelstund, slökun og bæn í föstudagshádeginu

Frá því í lok október, þegar ljóst var að samkomutakmarkanir myndu setja mark sitt á helgihaldið, ákváðum við að bjóða til fámennarri stund.

Svo annan hvern föstudag hafa verið svokallaðar orgelstundir, slökun og bæn, í hádeginu.

Stundin hefst með því að sóknarprestur biður upphafsbænar, síðan er slökun með öndunaræfingum og jafnvel stuttri íhugun. Að því loknu leikur Attila á orgelið í 10-15 mínútur, stundum klassísk verk en oftar en ekki notað sálma sem grunnstefið og spunnið fagra og hlýja tóna útfrá þeim. Að lokum er fyrirbænastund. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests á netfangið solveigk@kirkjan.is eða bara þegar mætt er til stundarinnar.

Á morgunn 17. des. er síðasta orgelstundin okkar í bili. skírnarfontur (2)

Fámennar og notalegar stundir, þar sem viðstöddum finnst gott að gefa sér stund til að kyrra hugann, hvíla og finna sig í nærveru Guðs og finna samkennd og mátt bænarinnar þegar við biðjum saman. Allir eru velkomnir, gætum að sóttvörnum, sótthreinsunarspritt og grímur eru í anddyri kirkjunnar.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 16/12 2021

Skírn

Laugardaginn 11. desember var Andri Jökull Frandsen skírður. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Hjartardóttir Frandsen og Flemming Frandsen. Skírnarathöfnin fór fram á Höfðavegi 14 og skírnarvottar eru Rannveig Hansen Jónsdóttir, Hrafnhildur Þorleifsdóttir, Sigurður Hreinn Hjartarson og Egill Hjartarson. Innilegar hamingjuóskir. skírnarfontur

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 14/12 2021

Barnastarfið komið í jólafrí

Nú er barnastarfið komið í jólafrí, sunnudagaskóli, NTT og fermingarfræðslan reyndar einnig.

Við höfum virkilega notið samverunnar á aðventunni, í sunnudagaskólanum voru bakaðar smákökur og við ræddum um gleðina yfir því að fá pakka á jólum og ekki síður gleðina sem fylgir því að gefa öðrum gjafir. En stærsta gjöfin er Jesú, vinur okkar sem er alltaf með okkur. Við vorum sammála um að vináttan er dýrmæt og við getum öll fært hvert öðru gleði og von með því að vera góðir vinir, hjálpfús, tillitssöm, sýna öðrum virðingu og hlýju. NTT krakkarnir  ( 9-12 ára) fóru í Me me mumu ratleik á aðventu og síðan var líka föndurdagur, þar sem börnin ýmist skreyttu piparkökur, bjuggu til músastiga eða skreyttu jólakrukkur.

Sameiginleg aðventustund sunnudagaskólans og NTT var 5.desember, hún hófst í kirkjunni þar sem við hlustuðum á jólafrásögnina af fæðingu frelsarans, Konni og Rebbi refur litu inn í smá stund og sungnir voru sálmar og sunnudagaskólalög og að sjálfsögðu tendruðum við ljós á aðventukransinum. Að þessu loknu var farið í Bjarnahús, þar sem búið var að skreyta jólatréð og við það sungum við öll gömlu góðu lögin sem gjarnan eru sungin á jólatrésskemmtunum. Hæst bar kannski að Kertasníkir og Kjötkrókur duttu inn í hús og sungu, dönsuðu og sprelluðu. Áður en þeir héldu aftur upp í fjall, gáfu þeir krökkunum góðgæti.                                                                                                                                                        aðventustund aðventususkfrétt bakað í susk bakarameistara sunnudagaskólans bakarar í sunnudagakóla dansað kringum jólat hallaheilsar jóla heiðabakari jólasveinn heilsar börnum jóli krýpur kjötkrokur hvílist lagið um englana NTT föndrið NTT föndur NTT föndurkrukka NTTföndurstund NTTkrukkur smakökubakstusr susk bakaðVið í Húsavíkurkirkju, þökkum börnunum fyrir einstaklega ánægjulegar samverustundir og eins foreldrum og óskum öllum gleðilegra jóla.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 14/12 2021

1.des nálgast

safnstarf6 safnstarf5 safnstarf2 safnstarf1Nú styttist í fyrsta desember.

Af hverju er ég að minnast á það núna hér?

Mörg ykkar vita án efa af hverju en önnur ekki. Ástæðan er sú að þann fyrsta desember á hverju ári er ákveðið hversu margir eru skráðir í hvaða trú- og lífsskoðunarfélag. Ég hvet ykkur því eindregið til þess að skoða ykkar skráningu því hún hefur áhrif á hvaða starfsemi er hægt að bjóða uppá í kirkjunni í þínu nærsamfélagi.

Af augljósum ástæðum tala ég fyrir því að sem flest skrái sig í þjóðkirkjuna. Það geri ég því ég veit að sú þjónusta sem kirkjan býður upp á er að stórum hluta greidd með sóknargjöldunum.

Sóknargjöldin fara ekki í það að borga fyrir yfirstjórn kirkjunnar. Þau greiða ekki laun presta, biskups, vígslubiskupa eða annarra starfskrafta biskupsstofu.

Sóknargjöldin fara beint og óskipt til þinnar heimasóknar. Sóknargjöldin borga fyrir organista, kirkjuvörð og húsvörð, æskulýðsstarfsfólk, og allt annað starfsfólk sem sóknin þín hefur. Sóknargjöldin standa undir kórastarfi, barna- og æskulýðsstarfi, veitingum og kaffi. Sóknargjöldin borga fyrir viðgerðir og rekstur kirkjunnar þinnar. En duga kannski skammt þegar um mikið viðhald er að ræða .Þess vegna eru Hollvinasamtök Húsavíkurkirkju mikilsvirði.

Sunnudagaskólaefni, fjársjóðskista, límmiðar, myndir, föndurefni, gestafyrirlesarar , viðgerðir og þrif – allt fylgir það öflugu barnastarfi  og fræðslustarfi og er greitt með sóknargjöldum.

Ef þú ert eða hefur verið ósátt/ur við stjórn kirkjunnar en finnst starfið sem sóknin er að vinna gott, ekki segja þig úr kirkjunni vegna þess. Það bitnar á sókninni þinni, starfinu í þinni heimakirkju, en ekki stofnuninni þjóðkirkjunni með því að segja þig úr kirkjunni.

Endilega kíkjum á island.is og skoðum hvort skráningin okkar sé eins og við viljum að hún sé.

Hér eru nokkrar myndir úr öflugu safnaðarstarfi

Búninga sunnudagaskóli

Búninga sunnudagaskóli

fjör í búninga sunnudagaskóla

fjör í búninga sunnudagaskóla

fermingarbörn leysa málin

fermingarbörn leysa málin

k 195 hugleiðsla og slökun 73202629_946659412356562_7261655740270510080_n

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 11/11 2021

Andlát

Látinn er Höskuldur Sigurjónsson, til heimilis að Skálabrekku 19. Hann lést föstudaginn 29.október á sjúkradeild HSN- Húsavík. Útförin fer fram í kyrrþey, að ósk hins látna.

90,000+ Best White Rose Photos · 100% Free Download · Pexels Stock Photos

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 2/11 2021

Bleik stund í Húsavíkurkirkju í kvöld, 20.október, kl. 20.00

Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga veitir ómetanlegan stuðning bæði einstaklingum og fjölskyldum sem glíma við krabbamein. Bleik stund verður í kirkjunni á miðvikudagskvöldið kl.20.00, þar verður söfnunarbaukur í anddyrinu og við hvetjum Húsvíkinga og nærsveitarfólk til að styðja málefnið og njóta góðrar stundar. Svava Steingrímsdóttir og Einar Óli Ólafsson flytja ljúf lög og Kirkjukórinn syngur undir stjórn Attila Szebik. Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir um flytja erindi en sr. Sólveig Halla leiðir stundina. ❤ Allir hjartanlega velkomnir.  Mynd: Hjálmar Bogi Hafliðason

bleikstundhjálmar

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 20/10 2021

Skírn

Þann 8. september var Guðný Anna skírð í Húsavíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Snædís Birna Björnsdóttir og Heiðar Hrafn Halldórsson. Skírnarvottar eru Kristín Elfa Björnsdóttir, Líney Helga Björnsdóttir og Pálína Sigrún Halldórsdóttir. Það var sr. Sighvatur Karlsson sem skírði. Innilegar hamingju- og blessunaróskir.

 

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/10 2021

Skírn

Laugardaginn 9.október var Freyr Vignisson skírður í Húsavíkurkirkju. Foreldrar hans eru Vignir Stefánsson og Maria Sofia Helander.

Skírnarvottar eru Sigurgeir Ágúst Stefánsson, Ingvar Berg Dagbjartsson, Terhi Susanna Poikela, Pia Johanna Piispa, Petteri Johannes Piispa og Hertta Maria Narvanen. Innilegar hamingju- og blessunaróskir.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 14/10 2021

Húsavíkurkirkja er opin flesta daga frá kl. 9.00-16.00 yfir sumartímann. Velkomið er að heyra í kirkjuverði til að athuga með að skoða kirkjuna á öðrum tímum.
Kirkjuvörður í afleysingum er Kristján Arnarson sími hans er 865 5060

Sóknarprestur: Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Sími á skrifstofu er 464 1317, viðtalstímar eru þri- fimmt. kl. 10.00-12.00. Sóknarprestur er í fríi á mánudögum og skrifstofan er þá lokuð. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið solveigk@kirkjan.is Ef erindið þolir enga bið, hringið þá í 8207275

Kirkjuvarsla og meðhjálparastörf : Kristján Arnarson og Rosa Millan sími 865 5060

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS