Laugardaginn 22.ágúst var Lovísa Kristín skírð. Foreldrar hennar eru Stefán Júlíus Aðalsteinsson og Elma Rún Þráinsdóttir. Skírnarvottar voru Árdís Rún Þráinsdóttir og Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir. Skírnin fór fram í Bjarnahúsi, safnaðarheimili Húsvíkurkirkju. Innilegar
hamingjuóskir
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 25/8 2020
Fermingar sem frestuðust í vor verða nú í lok ágústmánaðar sem hér segir:
Laugardaginn 22. ágúst kl. 11.00 og kl. 13.00
Laugardaginn 29.ágúst kl. 11.00 og kl. 13.00
Félagar í Kirkjukór Húsavíkurkirkju syngja við undirleik Jaan Alavere organista og sr. Sólveig Halla þjónar
Vegna aðstæðna í samfélaginu er aðeins nánustu aðstandendum boðið að vera viðstaddir athafnirnar.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 20/8 2020
Sunnudaginn 16.ágúst var Freyr Egilsson skírður. Foreldar hans eru Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir og Egill Bjarnason.
Skírnarvottar eru Egill Aðalgeir Bjarnason og Bjarni Harðarson. Skírnin fór fram úti í garði í Stekkjarholti 12, í blíðskaparveðri.
Innilegar hamingjuóskir.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 17/8 2020
Gefin voru saman í hjónaband, Jóhannes Jóhannesson og Hólmfríður Kristbjörg Agnarsdóttir, laugardaginn 15.ágúst.
Svaramenn voru Hermann Ragnarsson og Kári Olgeir Sæþórsson.
Innilegar hamingju- og blessunaróskir 
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 17/8 2020
Arnar Þór Gunnarsson, var skírður í Húsavíkurkirkju þann 1.ágúst. Foreldrar hans eru Ásdís Inga Sigfúsdóttir og Gunnar Sigurður Jósteinsson.
Skírnarvottar voru Þóra Fríður Björnsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Prestur: Sr. Kristján Valur Ingólfsson.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 11/8 2020
Kristján Pálsson, loftskeytamaður og rafvirki, til heimilis að Uppsalavegi 21, lést þriðjudaginn 28.júlí. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 7.ágúst kl. 14.00. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu, verður streymt beint frá athöfninni í gegnum facebook-síðu Húsavíkurkirkju.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 2/8 2020
Þuríður Freysdóttir (Rúrý) , til heimilis á Sólbrekku 10 Húsavík, lést á HSN Húsavík, þriðjudaginn 14.júlí 2020.
Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 22 júlí kl 14.00
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/7 2020
Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, verður í sumarleyfi fram til 10. ágúst, þangað til leysir sr. Jón Ármann Gíslason af í Húsavíkurprestakalli, síminn hans er 866 2253.
Guð gefi okkur góðar sumarstundir 
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 14/7 2020
Gefin voru saman í heilagt hjónaband Benóný Valur Jakobsson og Guðrún Einarsdóttir, þann 3.júlí 2020. Hjónavígslustaður var heimili brúðhjónanna, Túngata 14. Svaramenn voru Þórhallur Valur Benónýson og Einar H. Einarsson
Innilegar hamingju- og blessunaróskir!
![500+ Flower Images [HQ] | Download Free Flower Pictures on Unsplash](https://images.unsplash.com/photo-1526047932273-341f2a7631f9?ixlib=rb-1.2.1&ixid=eyJhcHBfaWQiOjEyMDd9&w=1000&q=80)
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/7 2020
Júlíana Sif Ísaksdóttir, var skírð sunnudaginn 5.júlí 2020 í sal Miðhvamms. Foreldrar hennar eru Ísak Már Aðalsteinsson og Þórunn Torfadóttir. Skírnarvottar eru þær Rakel Ösp Thorsteinsson og Eyrún Torfadóttir.
Kristján Þór Runólfsson, var skírður í Akureyrarkirkju laugardaginn 4.júlí. Foreldrar hans eru Anna Kristín Þórhallsdóttir og Runólfur Viðar Guðmundsson. Skírnarvottar eru Höskuldur Þór Þórhallsson og Guðmundur Smári Guðmundsson.
Halldór Kristinn Hjörvarsson, var skírður þann 20.júní úti í garði á Stórhól 8. Foreldrar hans eru Hjörvar Jónmundsson og Liana Deisa. Skírnarvottar eru Alísa Deisa, Þórunn Kristinsdóttir og Jónmundur Aðalsteinsson.
Innilegar hamingjuóskir!
Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/7 2020