Húsavíkurkirkja

 

Skírnir

Sigrún Steiney Sigurðardóttir var skírð í Húsavíkurkirkju, laugardaginn 14.mars.

Foreldrar hennar eru Ragnheiður Ingibjörg Einarsdóttir og Sigurður Valdimar Olgeirsson.

Skírnarvottar eru: Sæþór Olgeirsson, Bjarnrún Kristjana Haraldsdóttir og Júlíana Haraldsdóttir.

 

Þann 23. febrúar var Sóldís Nanna Einarsdóttir skírð. Foreldrar hennar eru Ásta Gísladóttir og Einar Örn Kristjánsson.

Skírnarvottar eru Gísli Sigurðsson og Kristján Stefánsson. Skírt var í Einarsstaðakirkju í Reykjadal.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/3 2020

Útför

Útför Báru Hermannsdóttur frá Flatey á Skjálfanda fór fram í kyrrþey frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 14. mars. klukkan 14.00.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/3 2020

Skilaboð varðandi samkomubann og áhrif þess á kirkjustarfið

Í ljósi samkomubannsins sem stjórnvöld hafa sett á og tekur gildi aðfararnótt mánudagsins 16. mars eru hér mikilvægar tilkynningar varðandi safnaðarstarfið í Húsavíkurkirkju
1. Mottumars- messa sem vera átti þann 22.mars fellur niður
2. Sunnudagaskólinn er kominn í ótímabundið hlé.
3. Engar helgistundir verða á Dvalarheimilinu Hvammi á meðan samkomubannið er í gildi.
4. Fermingarathafnir sem vera áttu Pálmasunnudag (5. Apríl) og Skírdag ( 9.apríl) falla niður. Stefnt er að því að fermingarathöfnin á Hvítasunnu fari fram, enda verði þá búið að aflétta samkomubanni, gangi fyrirætlanir yfirvalda eftir. Verði bannið framlengt getur fólk valið sér annan dag. Mögulegt er nú að bæta við fleiri fermingarbörnum á Hvítasunnu. Verið er að vinna að því að bjóða upp á aðra daga í sumar. Tölvupóstur mun berast svo fljótt sem þau mál skýrast.
5. Fólki er ráðlagt að fresta skírnum og hjónavígslum en þær sem fara fram á meðan samkomubann gildir verða með þeim takmörkunum sem af því hlýst.
6. Útfarir geta farið fram frá kirkjunni en þeim verður að haga í samræmi við ákvæði samkomubannsins.
7. Settur sóknarprestur, er til viðtals á þriðjudögum – föstudaga, ekki þarf að panta tíma vilji fólk koma fyrir hádegið, en betra er að hringja á undan sér, vilji maður koma eftir kl. 13.00. Síminn á skrifstofunni er 464 1317

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 13/3 2020

Málþing í Glerárkirkju um framtíðarsýn fyrir íslensku Þjóðkirkjuna

Thjodkirkjan til framtíðar 20200315

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 10/3 2020

Andlát

Bára Hermannsdóttir lést á Dvalarheimilinu Hvammi, miðvikudaginn 4. mars.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 5/3 2020

Útför

Útför Aðalsteins Þórólfssonar fer fram laugardaginn 7.mars kl. 11.00 frá Húsavikurkirkju.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 3/3 2020

Útför

Útför Vigfúsar B Jónssonar frá Laxamýri, fer fram frá Húsavíkurkirkju, laugardaginn 7.mars kl. 14.00

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 2/3 2020

Andlát

Látinn er Aðalsteinn Þórólfsson,  hann lést á Skógarbrekku, Sjúkrahúsi Húsavíkur, sunnudaginn 1. mars. 2020

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 2/3 2020

Andlát.

Vigfús B. Jónsson frá Laxamýri lést á Dvalarheimilinu Hvammi  fimmtudaginn 27. febrúar. Útförin verður auglýst síðar.

Margrét Þórhallsdóttir, 28/2 2020

Myndir úr safnaðarstarfinu haust 2019

Það voru margar skemmtilegar samverustundir á árinu sem nú er liðið, hér eru nokkrar myndir úr kirkjustarfinu okkar, frá Sunnudagaskólanum, TTT námskeiði,  fermingarfræðslunni og tengt helgihaldinu. 71011198_417797189118309_8332899641355927552_n 73202629_946659412356562_7261655740270510080_n 73257859_410085656570519_7479847023869427712_n 74705077_1245577018947190_2865369817865519104_n paramessa3 heimsókn frá Hugarafli hugleiðsla og slökun k 19 1 k 19 k 192 k 193 k 194 k 195 k 196 k 197 k 1910 susk mynd Friðrika Baldvins vinátta

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 2/1 2020

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS