Húsavíkurkirkja

 

Hinrik Árni skírður

Hinrík Árni var skírður í Húsavíkurkirkju 8. júlí. Foreldrar hans eru Elsa Þóra Árnadóttir Schiöth og Kristinn Wium, Laufríma 16, Reykjavík. Skírnarvottar: Árni Grétar Árnason, Sigurður Árnason og Fannar Freyr Kristinsson.

, 10/7 2007

Berta María og Ragnar í hjónaband

Berta María Hreinsdóttir og Ragnar Hermannsson, Állfaborgum 17, Reykjavík voru gefin saman í hjónaband í Húsavíkurkirkju 7. júlí. Svaramenn: Hermann Ragnarsson og Hreinn Einarsson.

, 7/7 2007

Kolbeinn Óli skírður

Kolbeinn Óli var skírður laugardaginn 7. júlí að Steinagerði 1. Foreldrar hans eru Berglind Júlíusdóttir og Haraldur Reinharðsson, Grundargarði 6. Skírnarvottar: María Rebekka Kristjánsdóttir og Júlíus Guðni Bessason.

, 7/7 2007

Gjafir til Bjarnahúss

Afkomendur Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Ásgeirsdóttur komu saman til ættarmóts á Húsavík og nágrenni um mánaðarmótin. Að morgni laugardags komu þeir saman í kirkjunni til minningarstundar þar sem sr. Halldór Gunnarsson í Holti flutti tölu og afkomendur sungu sálma við undirleik Björns Leifssonar organista á Kópaskeri. Að því loknu skoðuðu þeir Bjarnahús og nágrenni undir leiðsögn Sigurjóns Jóhannessonar. Sunnudaginn 1. júlí var sungin messa í kirkjunni þar sem sr. Halldór prédikaði og sr. Kristján Björnsson þjónaði fyrir altari en hann er mægður inn í ættina. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn Björns Leifssonar. Í lok messu brá til mikilla tíðinda en þá bárust Bjarnahúsi veglegar gjafir en eins og kunnugt fær söfnuðurinn húsið til afnota 1. september n.k. Fyrst skal telja einnar milljóna króna gjöf frá hjónunum Baldri Bjarnasyni og Þóreyju Önundardóttur. Síðan skal getið hundrað þúsund króna framlags frá Bryndísi Bjarnadóttur til kaupa á hljóðfæri í húsið. Dóttir Bryndísar afhenti gjöfina fyrir hönd móður sinnar sem var fjarstödd. Sóknarprestur veitti höfðinglegu gjöfunum viðtöku fyrir hönd safnaðarins og bað Guð að blessa glaða gefendur. Síðan leysti hann gefendur út með blómvendi og gjöfum

, 4/7 2007

Styrkir frá Hjálparstarfi kirkjunnar

Hjálparstarfið hefur samstarf við fjölmarga aðila sem bæði miðla styrkjum innanlands í gegnum Hjálparstarfið og þiggja styrk frá stofnuninni. Þess nýtur fólk um land allt og á öllum aldri þ.e. bæði barnafjölskyldur, einstaklingar og ellilífeyrisþegar.

Velferðasjóður íslenskra barna hefur veitt styrki í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar undan farið ár sem ætlaðir eru börnum utan Reykjavíkur. Þessar gjafir vekja mikla gleði og ánægju, hvort sem börnin velja að fara í sumarbúðir, á fótboltamót, að kaupa hjól, línuskauta eða fara á reiðnámskeið. Á haustin úthlutar Hjálparstarfið einnig styrkjum frá Velferðasjóðnum. Þeir eru til foreldra vegna útgjalda í skólabyrjun. Áhersla er á ungmenni á aldrinum 16-18 ára sem þurfa að greiða skólagjöld og bókakostnað. Sorpa hefur einnig gefið til þessa málefnis fjármuni og stutt aðra skjólstæðinga með afsláttarkjörum í verslun sinni Góða hirðinum. Fólk er beðið um að leita til sinna sóknarpresta varðandi umsóknir í þessum efnum.

, 26/6 2007

Kirkjukór Húsavíkur heldur til Kanada í júlílok

Kirkjukór Húsavíkur heldur til Kanada í lok júlí ásamt fríðu föruneyti og tekur þátt í íslendingadeginum í Gimli í byrjun ágúst. Flogið verður til Minneapolis. Síðan verður ferðast um íslendingaslóðir í Minnesota og Kanada undir handleiðslu vestur íslensks fararstjóra. Farið er í þessa ferð í tilefni af aldarafmæli kirkjunnar. Kórinn hefur að undanförnu verið að æfa íslensk lög og þjóðsöngva Kanada og Bandaríkjanna sem sungnir verða í ferðalaginu. Mikil tilhlökkun ríkir í hópnum. Kórfélagar, makar og aðrir gestir halda síðan heim á leið 10 ágúst.

, 25/6 2007

Ragnar Þór Kjartansson er látinn

Ragnar Þór Kjartansson Garðarsbraut 35 a er látinn. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 30. júní kl. 14.

, 25/6 2007

Jakob Gunnar skírður

Jakob Gunnar Sigurðsson var skírður að Skálabrekku 7. á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Foreldrar hans eru Halla Björg Albertsdóttir og Sigurður Valdimar Olgeirsson. Skírnarvottar: Einar Örn Arnarson og Guðrún Gunnarsdóttir.

, 17/6 2007

Þuríður Hermannsdóttir

Þuríður Hermannsdóttir lést á Akureyri 12. júní. Hún verður jarðsungin n.k. miðvikudag frá Húsavíkurkirkju kl. 14.

, 15/6 2007

Kjartan Gauti skírður

Kjartan Gauti Róbertsson var skírður laugardaginn 9. júní að heimili sínu. Foreldrar hans eru Selma Kristjánsdóttir og Róbert Gíslason, Miðgarði 1, Húsavík. Skírnarvottar: Hildur Kristjánsdóttir og Salvör Rafnsdóttir

, 11/6 2007

Húsavíkurkirkja er opin flesta daga frá kl. 9.00-16.00 yfir sumartímann. Velkomið er að heyra í kirkjuverði til að athuga með að skoða kirkjuna á öðrum tímum.
Kirkjuvörður í afleysingum er Kristján Arnarson sími hans er 865 5060

Sóknarprestur: Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Sími á skrifstofu er 464 1317, viðtalstímar eru þri- fimmt. kl. 10.00-12.00. Sóknarprestur er í fríi á mánudögum og skrifstofan er þá lokuð. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið solveigk@kirkjan.is Ef erindið þolir enga bið, hringið þá í 8207275

Kirkjuvarsla og meðhjálparastörf : Kristján Arnarson og Rosa Millan sími 865 5060

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS