Óskar settur inn í embætti meðhjálpara

Deildu þessu:

Óskar Jóhannsson var settur inn í embætti meðhjálpara í kvöldmessu 10. febrúar í kirkjunni. Það var sóknarprestur sem annaðist innsetninguna og lýsti margþættu starfi meðhjálparans en hann er náinn samstarfsmaður prestsins. Sóknarnefndarformaðurinn Helga Kristinsdóttir ávarpaði nýja meðhjálparann og bauð hann velkominn til starfa og afhenti honum starfslýsingu. Síðan ávarpaði hún fráfarandi meðhjálpara Margréti Þórhallsdóttur og þakkaði henni giftudrjúg störf í þágu sóknarbarna undanfarið ár og leysti hana út með gjöf frá sóknarbörnum.