Frá því í lok október, þegar ljóst var að samkomutakmarkanir myndu setja mark sitt á helgihaldið, ákváðum við að bjóða til fámennarri stund.
Svo annan hvern föstudag hafa verið svokallaðar orgelstundir, slökun og bæn, í hádeginu.
Stundin hefst með því að sóknarprestur biður upphafsbænar, síðan er slökun með öndunaræfingum og jafnvel stuttri íhugun. Að því loknu leikur Attila á orgelið í 10-15 mínútur, stundum klassísk verk en oftar en ekki notað sálma sem grunnstefið og spunnið fagra og hlýja tóna útfrá þeim. Að lokum er fyrirbænastund. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests á netfangið solveigk@kirkjan.is eða bara þegar mætt er til stundarinnar.
Á morgunn 17. des. er síðasta orgelstundin okkar í bili.
Fámennar og notalegar stundir, þar sem viðstöddum finnst gott að gefa sér stund til að kyrra hugann, hvíla og finna sig í nærveru Guðs og finna samkennd og mátt bænarinnar þegar við biðjum saman. Allir eru velkomnir, gætum að sóttvörnum, sótthreinsunarspritt og grímur eru í anddyri kirkjunnar.