Nýr meðhjálpari ráðinn

Deildu þessu:

Pétur Skarphéðinsson,bifreiðastjóri, Baughóli 2, Húsavík hefur verið ráðinn  meðhjálpari við Húsavíkurkirkju frá 1. apríl. Maki hans er Sólveig Jónsdóttir sem er öllum hnútum kunnug innan veggja kirkjunnar, syngur í kirkjukórnum og tók þátt í barnastarfi kirkjunnar fyrr á árum.   Fráfarandi meðhjálpari Óskar Jóhannsson gegnir starfi sínu þangað til.  Pétur er boðinn hjartanlega velkominn til starfa.