Ný Biblíuútgáfa afhent söfnuðinum

Deildu þessu:

Ný Biblíuútgáfa verður afhent söfnuðinum við hátíðlega athöfn í messu n.k. sunnudag 21. október kl. 14. Biblían er gjöf prestsfjölskyldunnar til kirkjunnar í tilefni af aldarafmæli hennar í ár. Um viðburð er að ræða vegna þess að þýðing biblíunnar hefur staðið yfir undanfarna áratugi af frummálinu og fjöldi einstaklinga hefur komið að þýðingarvinnunni. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Sóknarbörn eru hvött til þess að fjölmenna og taka með sér gesti.