Ný Biblíuútgáfa afhent Húsavíkurkirkju í guðsþjónustu sunnudagsins

Deildu þessu:

Afhending_nýju_BiblíuþýðingarinnarNýja Biblíuútgáfan var afhent Húsavíkurkirkju við hátíðlega athöfn í upphafi messu sunnudaginn 21. október. Kertaberar voru Jóney Ósk Sigurjónsdóttir og Helga Gunnarsdóttir. Heiðdís Hafþórsdóttir hélt á nýju Biblíunni. sr. Sighvatur Karlsson sóknarprestur flutti bænarorð og las úr Biblíunni sem hann gaf kirkjunni ásamt fjölskyldu sinni í tilefni aldarafmælis kirkjunnar 2. júní s.l.

Þýðingarvinnan stóð yfir í mörg ár þar sem þýtt var úr frummálunum, hebresku og grísku. Leitast var við að færa málfar Biblíunnar nær nútíma talmáli t.d. með því að leggja þéringar af að mestu leyti. Auk þess málfarið ekki eins karllægt og það var í fyrri útgáfum. Þessi Biblíuútgáfa tekur við að útgáfu frá 1982. Sóknarprestur lagði út af dæmisögunni um tvo syni í prédikun sinni þar sem hann vonaðist til að sóknarbörn tækju áminningarorð hennar til sín ásamt sér. Hann sagði m.a.”Hvað er langt síðan við flettum og lásum Kafla í Biblíunni heima hjá okkur?”