Námskeið í Bjarnahúsi á föstunni

Deildu þessu:

Mánudaginn 1. mars kl. 20 hefst námskeið um boðskap föstunnar í Bjarnahúsi sem Þingeyjarprófastsdæmi stendur fyrir. Námskeiðið stendur yfir í fjögur skipti. Leiðbeinendur eru sr. Sighvatur og sr. Jón Ármann Gíslason prófastur Þingeyinga. Þátttakendur snæða fyrst kvöldverð á biblíulegum, forvitnilegum nótum sem kvenfélagskonur elda eftir kúnstarinnar reglum. Síðan verða þátttakendur leiddir inn í boðskap föstunnar. Í lokin verða samræður yfir kaffibolla og konfekti.  Skráningu lýkur á sunnudagskvöld en klerkarnir annast skráningar. Verið velkomin