Eins og kunnugt er þá er Húsavíkurkirkja á Fasbókinni eins og Páll Bergþórsson veðurfræðingur vill nefna ,,Facebook” á íslensku. Ég hef nú birt þar myndir úr TTT starfinu og fjölsóttri Æskulýðsmessunni sem haldin var 13. mars í kirkjunni. Nú er TTT starfinu lokið að sinni og Sunnudagaskólinn fer senn að ljúka störfum. Ef þið eruð ekki vinir Húsavíkurkirkju á Fasbókinni þá hvet ég ykkur til þess að gerast það sem fyrst.
