Minningar-og þakkarguðsþjónusta

Deildu þessu:

Sunnudaginn 14. nóvember verður sungin Minningar-og þakkarguðsþjónusta í Húsavíkurkirkju kl. 14, athugið breyttan messutíma.  Þá verður látinna ástvina minnst og kirkjugestir geta kveikt á kerti. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György og sóknarprestur þjónar. Hægt verður að kaupa friðarkerti í kirkjugarðinum.