Helgihald um jól og áramót í kirkjunni verður með hefðbundnu sniði. Aftansöngur á aðfangadag kl. 18. Miðnæturmessa kl. 23.30. Á jóladag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14 og á gamlársdag verður Aftansöngur kl. 18. Í messunni á gamlársdag flytur hugvekju Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Kirkjukór Húsavíkur syngur í messsunum undir stjórn kirkjuorganistans Judit György. Fjölmennum í helgihald jóla og áramóta.