Messuheimsókn í Grundarkirkju í Eyjafirði

Deildu þessu:

Kirkjukór Húsavíkur fer í messuheimsókn  í Eyjafjarðarsveit á sunnudaginn kemur  16 nóvember á degi íslenskrar tungu. Messa verður í Grundarkirkju kl. 14.00.  Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur með kirkjukórnum okkar í messunni. sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Grundarkirkja er í vestanverðum dalnum suður af Hrafnagili. Allir velkomnir.