N.k sunnudag 23. september verður sungin messa í Húsavíkurkirkju kl. 14. Þess er vænst að verðandi fermingarbörn og foreldrar þeirra geti sótt þessa messu. Að aflokinni messu verður fundur um fermingarstörfin á veitingahúsinu Sölku þar sem störfin verða kynnt og fermingardagar ákveðnir.