Að þessu sinni ber Uppstigningardag upp á fimmtudaginn 1. maí. Uppstigningardagur hefur verið helgaður öldruðum í þjóðkirkjunni undanfarin ár. Að þessu sinni verður sungin messa í Húsavíkurkirkju þennan dag kl. 11. Sólseturskórinn syngur undir stjórn Aladár Rácz. Ræðumaður að þessu sinni er: Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi eystra. Sóknarprestur þjónar fyrir altari.