Mærumessa verður haldin í skrúðgarðinum við Kvíabekk n.k. sunnudag 27. júlí ef veður leyfir. Undirleikari á harmonikku verður Sigurður Hallmarsson. Þá skal minnt á að kvöldbænir verða í kirkjunni á sunnudagskvöldum kl. 21. til 14. september að 3. ágúst undanskildum. Kvöldbænirnar fara fram á íslensku og ensku og eru í umsjá sóknarprests sem fékk góða aðstoð ferðamannafulltrúa hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga til að hrinda þessu í framkvæmd með víðtækri kynningu. Sóknarbörn eru hvött til að nýta sér kvöldbænirnar og taka með sér erlenda gesti. En kirkjuganga á helgum degi er lífsmáti hjá mörgu fólki hérlendis sem erlendis.