Laus er 100% staða hjá Húsavíkursókn og Kirkjugörðum Húsavíkur.
Fjölbreytt starf kirkju-/kirkjugarðsvarðar og meðhjálpara.
Helstu verkefni:
· Umsjón og þrif á fasteignum og umhverfi í kringum kirkju og safnaðarheimili.
· Umsjón og undirbúningur í kirkju fyrir hverskyns athafnir og viðburði í henni.
· Umsjón með Bjarnahúsi og undirbúningur fyrir daglegt starf sem þar fer fram og fyrir fundi og samkomur þegar húsið er í útleigu.
· Umsjón með innkaupum og ýmsum öðrum smærri verkefnum sem lúta að safnaðarstarfinu.
· Húsvarsla og þrif á fasteignum og tækjum í Kirkjubæ, þ.m. líkbíl.
· Umsýsla með kirkjugörðum Húsavíkur.
· Umsjón með grafartöku og skráningu legstaða.
_______________________________________________________________________
Hæfniskröfur: Að vera skipulagður í starfi, með ríka þjónustulund og samskiptafærni.
Frekari upplýsingar um starfið veitir formaður sóknarnefndar Helga Kristinsdóttir í síma 8932130, milli kl. 9.00 -16.00 virka daga
Umsóknarfrestur er til 20.maí n.k.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og meðmæli.
Æskilegast er að viðkomandi starfsmaður geti hafið störf 1. júní n.k.