Laust starf hjá Húsavíkurkirkju

Deildu þessu:

Húsavíkurkirkja auglýsir starf meðhjálpara, kirkjuvarðar og kirkjugarðsvarðar laust til umsóknar frá og með 1. mars 2011. Um er að ræða 100 % starf.  Laun miðast við launaflokk 131 samkvæmt kjarasamningi Stéttarfélagsins Framsýnar við Samband ísl. sveitarfélaga.  Um er að ræða krefjandi og gefandi starf þar sem reynir á samskiptahæfni við fólk á gleði-og sorgarstundum. Leitað er að einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund, getur unnið sjálfstætt, hefur auga fyrir því sem betur má fara hverju sinni og getur dyttað að því sem aflaga fer. Hjón eða par gætu hugsanlega skipt með sér þessu starfi.

Nánari upplýsingar gefur sóknarprestur, sr. Sighvatur Karlsson s. 861 2317  sighvatur.karlsson@kirkjan.is og formaður sóknarnefndar Helga Kristinsdóttir s. 893 2130,  hkjg@simnet.is eftir kl. 18:00 á virkum dögum.

Umsóknir ásamt ferilskrá berist til Húsavíkurkirkja, pósthólf 26, 640 Húsavík fyrir 22. febrúar. Umsækjendur verða að vera með hreint sakavottorð.

Meðhjálpari undirbýr messur og athafnir í kirkjunni og er viðstaddur þær í samráði við sóknarprest. Kirkjuvörður er tilsjónarmaður með kirkjunni og safnaðarheimilinu Bjarnahúsi. Kirkjugarðsvörður hefur tilsjón með kirkjugörðunum á Húsavík og áhaldahúsinu Kirkjubæ og sinnir tilfallandi verkefnum sem garðana áhrærir. Starfslýsing fylgir þessum störfum