Kyrrðar og bænastundir á aðventunni á miðvikudagskvöldum kl. 20.00

Deildu þessu:

Ég hef ákveðið að efna til Kyrrðar og bænastunda á aðventunni í Húsavíkurkirkju næstu þrjú miðvikudagskvöld kl. 20.00. Ég skynja að sóknarbörn mín og fleira fók þurfi á því að halda að koma saman í kirkjunni til að styrkjast í trúnni, voninni og kærleikanum. Við þurfum að sameinast um að senda góða og hlýja strauma til þeirra sem eiga erfitt um þessar mundir. Í rökkvaðri kirkjunni gefst fólki kostur á því að kveikja á bænaljósi, hlusta á lágværa tónlist og hlýða á trúarstyrkjandi boðskap. Sóknarprestur leiðir bænagjörð við og við. Fók getur komið og farið þegar það vill. Vinsamlegast deilið þessari frétt til sem flestra. Verið góðum Guði falin á aðventunni, um jól og áramót. Bestu kveðjur. sr. Sighvatur