Kvöldsamvera um kvíða

Deildu þessu:

Í fermingarfræslunni í vetur bjóðum við upp á tvo fyrirlestra, sá fyrri var í gærkvöldi og var foreldrum fermingarbarnanna boðið að koma líka. Kristján Gunnar Óskarsson sálfræðingur heimsótti okkur og útskýrði vandlega og skemmtilega svo ótal margt varðandi kvíða og að loknu kaffihléi fjallaði hann einnig um mikilvægi svefns.  Í máli hans kom fram að skv. nýlegri rannsókn sofa ungmenni í 10.bekk að meðaltali í aðeins 6 klst. virka daga, en æskilegur svefn og þörf ungmenna á þessum aldri er að jafnaði í kringum 8-10 tímar. Þeir foreldra sem fengu sér kaffi í hléinu sáu kannski svolítið eftir því  þegar i Kristján Gunnar benti á að kaffi skyldi helst ekki drekka eftir kl. 14.00, eftir það skerðir það svefngæði. Við í Húsavíkurkirkju þökkum Kristjáni Gunnari kærlega fyrir frábæran fyrirlestur og fermingarbörnum og foreldrum fyrir góða þáttöku og samverustund.