Kæru vinir í Húsavíkursókn
Það stóð til að kveðja söfnuðinn áður en næsti prestur tekur við í safnaðarguðsþjónustu í lok ágúst.
Af því varð ekki vegna covid 19 veirunnar sem tók sig upp aftur í samfélaginu. En þegar hún lætur
verulega undan síga þá mun ég kveðja söfnuðinn ásamt fjölskyldu minni í safnaðarguðsþjónustu í
samráði við sóknarnefnd. Við vitum ekki hvenær kveðjustundin gæti runnið upp, vonandi fyrr en
síðar. Við hlökkum til að sjá ykkur þar.
Með kærri kveðju
Sighvatur Karlsson, fyrrv sóknarprestur