Kristinn Örn og Þórólfur Gísli skírðir í guðsþjónustu

Deildu þessu:

Það heyrir til tíðinda þegar börn eru skírð í guðsþjónustu í Húsavíkurkirkju en tveir drengir voru skírðir í guðsþjónustu sunnudaginn 11. september. Kristinn Örn Eyþórsson. Foreldrar: Harpa Steingrímsdóttir og Eyþór Söebeck Viðarsson. Skírnarvottar: Svava Steingrímsdóttir og María Þórdís Guðmundsdóttir. Þá var Þórólfur Gísli Þorbjörnsson einnig skírður. Foreldrar: Kristín Inga Axelsdóttir og Þorbjörn Gísli Magnússon. Skírnarvottar: María Jespersen og Eyþór Söebeck Viðarsson. Ástæða er til að hvetja verðandi foreldra til að skíra börn sín í guðsþjónustum vetrarins en góður rómur var gerður að athöfninni í heild sinni.