Kirkjukórinn og Heilsutríóið í léttri sumarsveiflu

Deildu þessu:

Kirkjukór Húsavíkur og Heilsutríóið verða í léttri sumarsveiflu á tónleikum í Húsavíkurkirkju laugardaginn 16 maí. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00. Einsöngvarar eru Edda Björg Sverrisdóttir, Aðalsteinn Júlíusson, Ásgeir Böðvarsson og Judit György. Kórstjóri er Judit György og hljómsveitarstjóri Unnsteinn Ingi Júlíusson. Aðgangseyrir er kr. 1500,- frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Fjölmennum.