Kirkjukór Húsavíkur leiðir söng í messu við upphaf Prestastefnu á þriðjudagskvöld kl. 19 í kirkjunni undir stjórn Judit György, organista. Undir útdeilingu sakramentisins syngur kórinn lagið Ákall eftir sr. Friðrik A Friðriksson sem hann samdi í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar.
Kirkjukór Húsavíkur leiðir söng í messu við upphaf Prestastefnu á þriðjudagskvöld kl. 19 í kirkjunni undir stjórn Judit György, organista. Undir útdeilingu sakramentisins syngur kórinn lagið Ákall eftir sr. Friðrik A Friðriksson sem hann samdi í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar.
Þar sem Prestastefna er haldin í fyrsta skipti á Húsavík þá eru sóknarbörn hvött til að fjölmenna og taka með sér gesti. Eitt er víst. Kirkjan mun óma öll af lofgjörð til Drottins Jesú Krists. Það verður án efa áhrifarík stund fyrir heimafólk Guðs sem gengur til fundar við hann.