Kirkjukór Húsavíkur heldur til Kanada í júlílok

Deildu þessu:

Kirkjukór Húsavíkur heldur til Kanada í lok júlí ásamt fríðu föruneyti og tekur þátt í íslendingadeginum í Gimli í byrjun ágúst. Flogið verður til Minneapolis. Síðan verður ferðast um íslendingaslóðir í Minnesota og Kanada undir handleiðslu vestur íslensks fararstjóra. Farið er í þessa ferð í tilefni af aldarafmæli kirkjunnar. Kórinn hefur að undanförnu verið að æfa íslensk lög og þjóðsöngva Kanada og Bandaríkjanna sem sungnir verða í ferðalaginu. Mikil tilhlökkun ríkir í hópnum. Kórfélagar, makar og aðrir gestir halda síðan heim á leið 10 ágúst.