Kirkjuheimsókn úr Borgarhólsskóla

Deildu þessu:

Kirkjuheimsókn úr BorgarhólsskólaÞau Ágúst, Valur, Þórdís Ása og Jana Björg úr 5.bekk, 6. stofu lögðu leið sína í Húsavíkurkirkju í morgun til þess að leggja nokkrar spurningar fyrir sóknarprestinn.Merkilega og forvitnilega hluti bar fyrir augu og börnin spurðu prestinn um allt milli himins og jarðar. Hann sagði þeim hvað þeir heita og til hvers þeir eru notaðir.

Sakramentisáhöldin vakti sérstaka athygli þeirra vegna leyndardómsins sem yfir þeim hvílir. Þau tóku upp bæði mynd og hljóð í því skyni að sýna kennara sínum Hjálmari Boga og bekkjarsystkinum afraksturinn í tíma. Klerkur sá mest eftir þvi að hafa ekki þvegið á sér hárið áður en hann fór í viðtal í hljóð og mynd. En hann vissi bara ekki að það stæði til. Þegar börnin komu til baka í skólastofuna þá sögðu þau að presturinn hefði talað mikið.