Kirkjugarðaþing var haldið á Fosshótel Húsavík 28. maí. Málefni sem snerta kirkjugarða landsins voru rædd á þinginu. Um 80 fulltrúar með mökum sóttu þingið. Niðurskurður ríkisins á kirkjugarðsgjöldum á undanförnum misserum hefur gert það að verkum að kirkjugarðar eiga margir hverjir erfitt með að sinni lögboðinni þjónustu sinni.