Kirkjugarðar

Kirkjubær

Baldursbrekka 22, 640 Húsavík

Umhirða kirkjugarðsins / leiða

Ársumhirða garðsins er tímabundið í höndum Kristjáns Arnarsonar og Rosu Millian og er ekki tekið gjald fyrir þá þjónustu.

Blóm og kransar

Blóm og kransar eru fjarlægð fjórum til fimm vikum eftir útför nema um annað sé samið. 

Ef aðstandendur vilja gróðursetja sumarblóm á leiðið (helst í litlum og léttum pottum) geta þeir bæði gert það sjálfir eða keypt þjónustuna.

Ef óskað er eftir því að kirkjugarðarnir sjái um gróðursetningu er haft samband við kirkjugarðsvörð.

Aðstandendur sem eru með blómapotta á leiði ástvina sinna á sumrin eru beðnir að taka/ losa pottana fyrir 1. nóvember, að öðrum kosti gera starfsmenn kirkjugarðanna það. 

Aðstandendum er bent á að losa lífrænt rusl í litla kerru sem staðsett er á bílaplani austan Kirkjubæjar. Ólífrænt rusl á að fara í ruslatunnur sem staðsettar eru upp við inngang í Kirkjubæ (verkstæðis megin).

Að slétta leiði

Kirkjugarðsvörður sér um að slétta leiði og sá í það eða leggja túnþökur. Það er gert án beiðni eða kostnaðar eftir um það bil ár frá greftrun.

Legsteinar – reglur um stærð

Ef aðstandendur ætla að setja legstein á gröfina er ráðlegast að gera það ekki fyrr en ár er liðið frá greftrun. Þegar hugað er að legsteini þarf að gæta þess að vissar reglur um stærð slíkra minnismerkja er í gildi. Hafa skal samráð við kirkjugarðsvörð varðandi uppsetninguna á legsteini og er hann einnig með bæklinga um legsteina og veitir aðrar upplýsingar. 

Kirkjugarðsvörður tekur að sér að koma fyrir legsteinum gegn gjaldi.

Girðingar, gróður og hellur

Ekki er leyfilegt að setja girðingar eða hellur kringum leiðin. Einnig er ekki leyfilegt að gróðursetja tré og annan fjölæran gróður í garðinum.

Jólaskraut á leiðum

Aðstandendur sem skreyta leiði ástvina sinna um jól og áramót eru beðnir að taka skrautið við fyrsta tækifæri, eða í síðasta lagi fyrir 1. mars, að öðrum kosti gera starfsmenn kirkjugarðanna það.

Akstur um garðana

Ökumönnum er bent á að leggja bílum sínum á bílastæðin fyrir utan hliðið og ganga um garðinn.

Viðgerð á leiðum og minnismerkjum

Viðgerðir á minnismerkjum, svo sem vinna við að rétta legsteina, gera við steypuskemmdir o.fl. eru í höndum aðstandenda. Ef aðstandendur standa frammi fyrir viðgerðum geta þeir séð um það sjálfir eða keypt þjónustuna. Starfsmenn kirkjugarðanna sjá einnig um það gegn gjaldi.

Húsavíkurkirkjugarður

Kirkjugarðsvörður

Kristján Arnarson og Rosa Millian sjá um kirkjugarðinn vor 2022 og veita fúslega allar nánari upplýsingar.

Viðtalstími eftir samkomulagi.