Á Uppstigningardag, fimmtudaginn 2. júní verður Guðsþjónusta kl 14. Sólseturskórinn syngur messusvör og sálma undir stjórn Judit György. Vænst er þátttöku sem flestra eldri borgara. Sóknarnefnd býður síðan kirkjugestum í messukaffi í Bjarnahúsi eftir messuna. Í upphafi guðsþjónustunnar verður nýr grænn messuskrúði, hökull og stóla helgaður. Vinsamlegast látið þetta berast til eldri borgara.
