Kirkjudagur aldraðra 5 maí – Uppstigningardagur

Deildu þessu:

Í tilefni af Kirkjudegi aldraðra verður sungin guðsþjónusta í Húsavíkurkirkju á Uppstigningardag, fimmtudaginn 5 maí  kl. 14.00.  Sólseturskórinn syngur undir stjórn Steinunnar Halldórsdóttur og sóknarprestur þjónar. Jörg Erich Sondermann organisti leikur á orgel kirkjunnar.  Ræðurmaður verður Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og fulltrúar eldri borgara lesa ritningarlestra. Að lokinni guðsþjónustu býður sóknarnefnd upp á kirkjukaffi í Bjarnahúsi.  Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að sækja guðsþjónustu og þiggja veitingar að henni lokinni.