Jörg Erich Sondermann kirkjuorganisti leysir Judit György af í eitt ár.

Deildu þessu:

Jörg Erich Sondermann er fæddur 1957 í Witten í Þýskalandi. Hann stundaði kirkjutónlistarnám í Tónlistarháskólanum í Herford og Dortmund og lauk þaðan A-prófi. (1) Eftir það fór hann til Hamburg og  lauk einleikaraprófi (konsertprófi) á orgel 1982. Árin 1975 – 1997 starfaði hann sem organisti, sembalisti og kórstjóri í Bielefeld og Bönen (í Westfalen). (2) Frá árinu 1985 stóð hann fyrir tónlistarhátið er nefnist “Westfælische Bach – Tage”. (3) Jörg hefur haldið tónkeika víða um lönd m.a. í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Sviss, Austurriki, Póllandi, Russlandi, Slóweniu, Lettlandi og Finnlandi. Í efnisvali sínu hefur hann lagt mesta áherslu á verk Johanns Sebastians Bachs auk verka núlifandi tónskálda.(4) Jörg fluttist til Íslands haustið 1997 og var til 2006 organisti í Hveragerðis- og Kotstrandarkirkju.Frá þeim tíma starfaði hann sem  organisti við Selfosskirkja (5) og lika frá okt. 2014 við Þorlákshafnarkirkju auk Strandarkirkju og Hjallakirkju (Ölfusi). Hann kenndi orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1999 – 2006 og kennari frá 1998 í Tónlistarskólanum í Árnessýslu.  Við bjóðum Jörg velkominn til starfa í Húsavíkursókn og væntum góðs samstarfs við hann í þágu sóknarbarna á gleði og sorgarstundum næsta árið.