Jólaúthlutun Velferðarsjóðs Þingeyinga

Deildu þessu:

Í ár bárust 55 umsóknir til Velferðarsjóðs Þingeyinga í desembermánuði.  Úthlutun fór fram í síðustu viku. En Velferðarsjóður Þingeyinga er samstarf Félagsmálasviðs Norðurþings, Rauða krossins og kirkjunnar á svæðinu. Velferðarsjóður nýtur mikillar velvildar og stuðnings heimafólks sem er mikilsvirði og þakkarvert. Kiwanismenn hafa í mörg ár stutt við Velferðarsjóð með því að gefa jólamat frá Norðlenska og svo var einnig í ár. Haukamýri gaf silung þessi jól líkt og í fyrra. Ónefndir aðilar sem vilja ekki láta nafn síns getið gáfu síðan jólaöl þeim sem það vildu þiggja. Einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki  og félagasamtök hafa verið einstaklega  ötul við að styrkja sjóðinn og fyrir hönd Velferðarsjóðs þakkar Húsavíkurprestur kærlega fyrir öll framlög og samhug.  Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á bankareikning:

1110-05-402610, kt.600410-0670

Einnig má hafa samband við formann og umsjónarmann sjóðsins, sr. Örnólf Jóhannes Ólafsson í síma 860 2817 eða á netfangið ornolfurjol@gmail.com

Myndin er frá því er Kiwanismenn afhentu sjálfboðaliðum sjóðsins, matarkassa frá Norðlenska.  Engin lýsing til