Jólastund fjölskyldunnar

Deildu þessu:

Hin árlega jólastund fjölskyldunnar verður í kirkjunni 20. desember kl. 13. Nemendur úr tónlistarskólanum koma fram ásamt kennurum sínum og börnum úr sunnudagaskólanum. Við syngjum þekkta jólasálma og lög við undirleik kirkjuorganistans. Í lokin skreytum við jólatré kirkjunnar. Að samveru lokinni verður boðið upp á jólaöl og piparkökur í Bjarnahúsi