Jólastund fjölskyldunnar

Deildu þessu:

Jólastund fjölskyldunnar verður 11. desember, þriðja í aðventu kl. 11 í Húsavíkurkirkju.  Dagskráin er fjölbreytt. Nemendur tónlistarskólans koma fram ásamt kennurum sínum. Fermingarbörn sýna tvo helgileiki og sunnudagaskólabörnin syngja hreyfisöngva. Óvæntur gestur birtist og hjálpar börnunum að skreyta jólatréð í kirkjunni. Verið velkomin með börnin og barnabörnin.