Jólastund fjölskyldunnar

Deildu þessu:

Jólastund fjölskyldunnar verður í kirkjunni n.k. sunnudag, 20. desember og hefst kl. 13. Fram koma: Fermingarbörn sem sýna helgileik. Yngstu börnin kíkja í fjársjóðskistuna og hlusta á jólasögu. Frímann Sveinsson og Bylgja Steingrímsdóttir syngja jólalög og nemendur úr tónlistarskólanum flytja jólalög á hljóðfæri sín ásamt kennurum sínum. Almennur söngur verður.  Að lokinni samverustund er öllum boðið að þiggja kakó og smákökur í Bjarnahúsi, safnaðarheimilinu.