Jólastund fjölskyldunnar verður n.k. sunnudag, 14. desember í kirkjunni og hefst kl. 13. Þar leggja ýmsir sitt lóð á vogaskálarnar, t.d. mæðgur sem syngja saman, fermingarbörn, börn úr tíu til tólf ára starfinu og börn úr sunnudagaskólanum. Nemendur úr tónlistarskólanum koma fram og flytja jólalög. Almennur söngur verður við undirleik Judit György. Verið velkomin á jólastund fjölskyldunnar.