Jólaprédikanir komnar á vefinn

Deildu þessu:

Nú er ræða sóknarprests frá aðfangadagskvöldi komin inn á vef kirkjunnar. Þá sem fýsir að lesa hana get ýtt hér á. Þá er ræðan frá jóladegi einnig komin inn á vefinn. Aðsókn að jólamessunum í kirkjunni var heldur dræmari en undanfarin ár. Sérstaklega vakti athygli hversu fáir sóttu miðnæturmessuna eða um 120 manns. Það var ekki annað að heyra en að kirkjugestir hafi notið helgihaldsins um jólin. Á jóladag var sungin messa á öldrunardeild um hádegisbil, síðan var sungin messa í Mihvammi um kl. 13 þar sem 55 heimilismenn hlýddu á messuna. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn kirkjuorganistans Judit György. Kórfélögum eru færðar þakkir fyrir fallegan söng um jólin.