Jóla-og kaffihúsastemning í Bjarnahúsi

Deildu þessu:

Fimmtudaginn 18. desember kl. 16 opnaði Bjarnahús jóla-og kaffihús með söng Ínu Valgerðar við gítarleik Guðna Braga. Fólk á öllum aldri leit við og naut fallegra tóna um stund. Bjarnahús verður opið seinni part dags fram að jólum nema á sunnudag. Fjölbreytt dagskrá er í boði sem verður kynnt jafnóðum hér til hliðar á síðunni. Verið velkomin.